Við hjálpum þér að eldast eins vel og hægt er

Hjúkrunarfræðingar styðja og leiðbeina

Hafðu samband við heilsugæslustöðina þína og pantaðu viðtal hjá hjúkrunarfræðingi í Heilsuvernd eldra fólks.

Hjúkrunarfræðingar sem veita þjónustuna leitast við að:

  • Greina áhættuþætti og veita fræðslu um aldurstengda þætti sem snerta heilsu og líðan.
  • Aðstoða við að færa til betri vegar og/eða aðlagast þeim breytingum sem orðnar eru á heilsufari og líðan.
  • Stuðla að sjálfstrausti, sjálfstæði og auka öryggiskennd.
  • Meta þörf og leiðbeina um hjálpartæki og/eða stoðtæki ef þarf.
  • Veita ráðgjöf, leiðsögn og upplýsingar um þau þjónustuúrræði sem eru í boði.

Þú færð nánari upplýsingar um fyrirkomulag heilsuverndarinnar á síðu heilsugæslustöðvarinnar þinnar.

Aldurstengdar breytingar

Með hækkandi aldri verða breytingar í líkamanum og hætta á sjúkdómum eykst. Samspil aldurstengdra breytinga, sjúkdóma og lyfjanotkunar getur leitt af sér af sér minni færni.

Tilgangur heilsuverndar eldra fólks er að:

  • Auðvelda aðgengi að heilbrigðisþjónustu.
  • Styðja eldra fólk til að efla og viðhalda andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði.
  • Finna úrræði sem stuðla að því að fólk geti búið heima sem lengst.

Þeir sem eru 70 ára og eldri eru hvattir til að panta tíma hjá heimilislækni í almennt eftirlit. Mældur er blóðþrýstingur, blóðsykur, farið yfir lyfjanotkun og fleira ef þörf er á.