Þjónusta við allra hæfi í móttöku

Móttakan á heilsugæslustöðinni þinni er opin frá kl. 8 til 16 og þar sinna hjúkrunarfræðingar fjölbreyttum erindum fólks á öllum aldri.

Opin móttaka á daginn

Fyrst  þarf að sé hafa samband í síma 1700 eða netspjalli Heilsuveru til að koma erindi strax í réttan farveg.

Móttakan er opin á dagvinnutíma og þar er tekið á móti bráðaerindum og veitt smáslysaþjónusta.  

Bókuð móttaka hjúkrunarfræðinga

Hægt að bóka tíma í móttöku hjúkrunarfræðinga.

Í bókaðri móttöku er tekið á móti erindum sem eru ekki bráð s.s. sárameðferð, saumatökum, smáaðgerðum og lyfjagjöfum.

Einnig er boðið upp á lífsstíls- og sykursýkisráðgjöf.

Hjúkrunarfræðingar sinna einnig erindum sem flokkast undir heilsuvernd, forvarnir og lífsstíl.

Heilsueflandi móttaka

Hjúkrunarfræðingur metur heilsu og þörf fyrir heilsueflingu í samráði við skjólstæðing. 

Við leggjum áherslu á einstaklingsmiðaða nálgun, stuðning við breytingar og raunhæfa markmiðasetningu.

Teymisvinna er með öðrum starfsmönnum stöðvarinnar eftir þörfum.

Oft kemur heilsueflandi móttaka til aðstoðar í framhaldi af viðtali við lækni en þú getur líka haft samband við hjúkrunarfræðing á stöðinni þinni ef þú þarft á þessari þjónustu aða halda.