Í teyminu starfa geðlæknar, geðhjúkrunarfræðingar, hjúkrunarfræðingar og klínískir sálfræðingar.
Samráð er á milli teymisins og annarra heilbrigðisstarfsmanna í fangelsunum auk þess sem samstarf er við meðferðarsvið fangelsismálastofnunar, félagsþjónustu og grasrótarsamtök sem láta sig varða málefni fólks í og eftir afplánun.