Almennar upplýsingar

icon

Heilsugæslan er opin 8:00 - 17:00



Svarað er í sima 8:00 til 16:00
icon

Bráð erindi



1700 síminn og netspjall Heilsuveru veita ráðgjöf og geta komið erindum í farveg milli kl. 8 og 17. 1700 síminn er opinn allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru er opið frá kl. 8 til 22.

Viltu skrá þig hjá okkur?

Má bjóða þér að skrá þig rafrænt á Heilsugæsluna Mjódd?

Heilsugæslan Mjódd  þjónar einkum íbúum neðra Breiðholts, það er hverfi 109, Bökkum, Stekkjum og Seljahverfi, en öllum er velkomið að skrá sig á stöðina. Skráning er í gegnum Réttindagátt sjúkratrygginga.

 

Er erindið brátt?

Heyrðu í okkur áður en þú kemur í síma 1700 eða á netspjalli á heilsuvera.is

Hvað viltu gera?

Um þjónustuna

Nánari upplýsingar um stöðina og þjónustu hennar eru í flipunum hér fyrir ofan: Læknisþjónusta,  Móttaka, Heilsuverndin, Sálfræðiþjónusta og Um stöðina.

 

Með rafrænum skilríkjum er hægt að bóka tíma, endurnýja lyf og senda einfaldar fyrirspurnir á mínum síðum á Heilsuvera.is

Örugg gagnaskil

Hægt er að senda gögn með öruggum hætti til Heilsugæslunnar Mjódd með Signet transfer. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki. Hlekkur í örugg gagnaskil

Við tökum vel á móti þér

Hvað hentar þér best?

Það eru nokkrar leiðir að þjónustu læknanna okkar.

Hvaða leið hentar þér best?

Læknar stöðvarinnar

Hjá okkur starfa sérfræðingar í heimilislækningum en einnig almennir læknar, sérnámslæknar og unglæknar.

  • Eydís Óska Jónasdóttir, sérnámslæknir
  • Hafsteinn Freyr Hafsteinsson, heimilislæknir, fagstjóri lækninga
  • Halla Björnsdóttir, sérnámslæknir
  • Hjördís Ýr Bogadóttir, sérnámslæknir - í leyfi
  • Ína Rós Helgadóttir, heimilislæknir
  • Kári Sigurðarson, heimilislæknir
  • Rúnar G. Stefánsson,  læknir
 

Bráð erindi

Fyrsta skrefið er að hafa samband síma 1700 eða á netspjalli á heilsuvera.is

 

1700 síminn er opinn allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru er opið frá kl. 8 til 22.

 

Hjúkrunarfræðingur mun leiðbeina þér um næstu skref og þau sem þurfa að koma fá tíma samdægurs eða daginn eftir

 

Móttakan er opin virka daga á dagvinnutíma og þar er tekið á móti bráðaerindum og veitt smáslysaþjónusta.

 

Í móttökunni starfa hjúkrunarfræðingar og læknar stöðvarinnar.

Ráðgjöf hjúkrunarfræðinga

Hjúkrunarfræðingar veita ráðgjöf  í 1700 símanum sem er opinn allan sólarhringinn og á netspjalli á heilsuvera.is frá kl. 8:00 til 22:00 

 

Þar leitar fólk aðstoðar  og ráðgjafar þegar um er að ræða veikindi, vanlíðan, óþægindi eða slys. 

Bókuð móttaka

Hægt að bóka tíma í móttöku hjúkrunarfræðinga.

 

Í bókaðri móttöku er tekið á móti erindum sem eru ekki bráð s.s. ferðamannaheilsuvernd, sárameðferð, saumatökur og smáaðgerðir. Framkvæmdar eru rannsóknir og mælingar, t.d. mælingar á blóðþrýstingi, blóðsykri, heyrn og sjón.

 

Hjúkrunarfræðingar sinna einnig erindum sem flokkast undir heilsuvernd, forvarnir og lífsstíl.

Heilsuvernd mæðra, ung- og smábarna, skólabarna, eldra fólks og allra hinna

Við fylgjumst með heilsu og þroska frá móðurkviði til unglingsára í mæðravernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd skólabarna

Á fullorðinsárum bjóðum við aðstoð við heilsueflingu með ráðgjöf, eftirliti og bólusetningum og heilsuvernd sem er ætluð eldri borgurum.

Heilsuvernd og heilsuefling

Leghálsskimun

Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar annast sýnatöku fyrir skimun vegna krabbameins í leghálsi.

Skimanir eru á stöðinni til skiptis aðra hvora viku á miðvikudögum eftir hádegi og föstudögum fyrir hádegi.

Ef það er komið að þér í skimun má panta tíma á mínum síðum heilsuveru eða með símtali. 

 

Lestu meira um leghálskrabbameinsskimun

Hreyfiseðill

Hreyfiseðill er meðferðarúrræði við sjúkdómum, sem vitað er að regluleg hreyfing getur haft umtalsverð áhrif á.

Heimilislæknar, ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og sálfræðingar vísa til sjúkraþjálfara. Ef þú heldur að hreyfiseðill henti þér, pantar þú fyrst tíma hjá þínum lækni.

Þjónusta sálfræðinga

Læknar stöðvarinnar vísa til sálfræðinga þannig að fyrsta skrefið er að panta tíma hjá heimilislækni.

 

Sólveig Eyfeld Unnarsdóttir sálfræðingur sinnir meðferð og ráðgjöf fyrir börn og unglinga. 

Svavar Már Einarsson sálfræðingur sinnir meðferð og ráðgjöf fyrir fullorðna

HAM námskeið

Heilsubrú Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins býður upp á hugræna atferlismeðferð (HAM) fyrir fulllorðna.

 

HAM námskeið í hópi henta mörgum en ekki öllum og því er byrjað á kynningartíma fyrir þau sem hafa áhuga á að fara á HAM námskeið. 

 

Nánari upplýsingar

Samvinna fyrir þig

Heilsugæslan Mjódd  þjónar einkum íbúum neðra Breiðholts, það er hverfi 109, Bökkum, Stekkjum og Seljahverfi, en allir eru velkomnir a stöðina.

Við veitum samfellda þjónusta með hag einstaklingsins og fjölskyldunnar í huga. Fagleg afstaða er tekin til allra erinda og annað hvort leyst úr þeim eða ráðlagt um önnur úrræði.

Þjónustan byggir á sérþekkingu starfstétta og þverfaglegri samvinnu.

Um heilsugæslustöðina

magnifier
StarfsmennStarfsheitiSímiNetfang
Aleksandra PanticHjúkrunarfræðingur513-6000
Alexandra StefánsdóttirLæknanemi513-6000
Erla SigurkarlsdóttirMóttökuritari513-6000
Eva Kristín HreinsdóttirHjúkrunarfræðingur513-5000
Eydís Ósk Jónasdóttir Sérnámslæknir í heimilislækningum513-6000
Guðrún JakobsdóttirHjúkrunarfræðingur/ljósmóðir513-6000
Guðrún SigurðardóttirHjúkrunarfræðingur513-6000
Hafsteinn Freyr HafsteinssonSvæðisstjóri og Fagstjóri lækninga513-6000
Halla BjörnsdóttirSérnámslæknir í heimilislækningum513-6000
Helen Valdís SigurðardóttirHjúkrunarfræðingur513-6000
Hjördís Ýr BogadóttirSérnámslæknir í heimilislækningumÍ leyfi
Hlín ÁrnadóttirHjúkrunarfræðingur/ljósmóðir513-6000
Hulda Björg ÓladóttirFagstjóri hjúkrunar513-6000
Ína Rós HelgadóttirHeimilislæknir513-6000
Íris FriðriksdóttirHjúkrunarfræðingur513-6000
Kári SigurðssonHeimilislæknir513-6000
Kristbjörg Eva HeiðarsdóttirHjúkrunarfræðingur513-6000
Kristín Rún FriðriksdóttirHjúkrunarfræðingur513-6000
Laufey Berglind EgilsdóttirMóttökuritari513-6000
Lúðvík ÓlafssonHeimilislæknir513-6000
María Björk JónsdóttirHeilsugæsluritari513-6000
Perla TorfadóttirSkrifstofustjóri513-6000
Ragnheiður I. ÞórólfsdóttirMóttökuritari513-6000
Rúnar Guðmundur StefánssonLæknir513-6000
Sólveig Eyfeld UnnardóttirSálfræðingur513-6000
Sunneva Björk ValdimarsdóttirMóttökuritari513-6000
Svavar Már EinarssonSálfræðingur513-6000
Þórbergur Atli ÞórssonLæknanemi513-6000
Þórunn EinarsdóttirHjúkrunarfræðingur513-6000

Fannst þér efnið hjálplegt?

Rusl-vörn


Af hverju ekki?

Rusl-vörn