Sálfræðingar á heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinna meðferð barna og ungmenna og fjölskyldna þeirra og fullorðinna 18 ára og eldri.
Sálfræðingar starfa sem hluti af þverfaglegum teymum og í náinni samvinnu við skóla og félagsþjónustu.
Læknar heilsugæslunnar vísa til sálfræðinga innan stöðvar, þannig að fyrsta skrefið er að bóka tíma hjá heimilislækni.
Hér fyrir neðan eru upplýsingar um þjónustu sem er í boði á öllum okkar stöðvum.
Fyrirkomulagið getur verið mismunandi milli stöðva og upplýsingar um það eru á síðum heilsugæslustöðvarinnar þinnar.