Hagnýtar upplýsingar um námskeiðið
Leiðbeinendanámskeiðið er ætlað sálfræðingum sem vinna með börnum, sérstaklega á leikskólaaldri. Æskilegt er að þátttakendur hafi nokkurra ára starfsreynslu í sálfræðivinnu með börnum og foreldrum og hafi þekkingu á kvíða. Þá þarf að hafa ráðrúm til að vinna heimaverkefni milli námskeiðsdaga.
Námskeiðið er samtals tíu tímar á tveimur samliggjandi dögum, annan daginn kl. 13:00 - 16:00 og hinn 9:00 - 16:00.
- Tímasetning: 16. og 17. nóvember 2023
- Námskeiðsstaður er Geðheilsumiðstöð barna, Vegmúli 3, 108 Reykjavík.
- Námskeiðsgjald er 36.500 kr. árið 2023 - námskeiðs- og kennslugögn á leiðbeinendanámskeiðinu ásamt kaffiveitingum eru innifalin.
- Skráning á námskeiðin
Leiðbeinendur eru sálfræðingar á Geðheilsumiðstöð barna.
Nánari upplýsingar fást með því að senda fyrirspurn á namskeid.gmb@heilsugaeslan.is