ADIS kvíðagreiningarviðtalið fyrir börn (Anxiety Disorders Interview Schedule for DSM-IV) er gefið út í íslenskri þýðingu af Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS). Þetta viðtal er notað af fagfólki um allan heim sem vinna við greiningu og meðferð barna og unglinga á aldrinum 7-17 ára.
Viðtalið er hálf-staðlað og skiptist í foreldraviðtal og viðtal við barnið sjálft. Farið er ítarlega í allar kvíðaraskanir í viðtalinu, en einnig lyndisraskanir, mótþróa- og hegðunarröskun, ADHD, kjörþögli og áfallastreitu. Að auki eru skimunarspurningar fyrir vímuefnavanda, átraskanir, geðrofseinkenni og þroskafrávik.
ADIS viðtalið í íslenskri þýðingu er gefið út í samstarfi við Oxford University Press og höfunda viðtalsins, Wendy Silverman og Anne Marie Albano. ADIS er það greiningarviðtal sem helst er notað við greiningar og rannsóknir á kvíðaröskunum barna og ungmenna og eru próffræðilegir eiginleikar þess almennt metnir góðir.