Fyrir hverja er þjónustan?
- Þjónustan er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri með geðsjúkdóma, sem þurfa þverfaglega aðstoð og/eða þétta eftirfylgd.
- Nánar tiltekið:
- F20-F29 - Geðrofssjúkdómar
- F30-F39 - Lyndisraskanir, geðhvörf, þunglyndi
- F40-F48 - Kvíðaraskanir
- F50-F50.9 - Átraskanir
- F60-F60.9 - Persónuleikaraskanir
- Mikilvægt er að láta reyna á önnur úrræði áður en sótt er um til geðheilsuteymanna.
- Tilvísunum vegna einstaklinga með sértækar geðraskanir sem krefjast sérhæfðrar 2. eða 3. stigs þjónustu utan skilgreindra þjónustuúrræða geðheilsuteymanna - verður að beina í önnur viðeigandi úrræði.
Hvernig er sótt um þjónustuna?
Tekið er við tilvísunum frá fagfólki í heilbrigðis- og velferðarþjónustu.
Heilbrigðisstarfsfólk sendir tilvísun rafrænt í gegnum Sögu.
- Þegar sent er innan HH er notað: Beiðni um meðferð (flýtitexti )
- Þegar send er rafræn tilvísun milli stofnanna er notað: Tilvísun (flýtitexti )
Annað fagfólk notar þetta eyðublað.
Mikilvægt er að tilvísun sé vel útfyllt svo hægt sé að taka afstöðu hennar. Ófullnægjandi tilvísun verður endursend.
Fyllið umsóknareyðublað út rafrænt, vistið og sendið í gegnum örugg gagnaskil. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki
Ef ekki er hægt að nota gagnaskil, er eyðublaðið fyllt út rafrænt, prentað út og sent í ábyrgðarpósti til Geðheilsuteymis HH vestur, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík.
Fyrirspurnir í síma 513-6350