Fögnum næsta áfanga

Fræðsla um breytingaskeið kvenna

Nú er í boði fræðsla um breytingaskeið kvenna á vegum Heilsubrúar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Þar er farið yfir þær líkamlegu og andlegu breytingar sem konur geta upplifað á þessu lífsskeiði. Markmiðið er að dýpka skilning og þekkingu kvenna á breytingaskeiðinu. Haft er að leiðarljósi að þær verði betur undirbúnar að takast á við þetta lífsskeið, finni meiri vellíðan og ró og ekki síst geti tekið upplýsta ákvörðun um sín næstu skref.

Skoðuð verða þau bjargráð sem konur geta nýtt sér til að bæta líðan og lífsgæði ásamt fræðslu um meðferðarmöguleika. Einnig verður farið yfir áhrif breytingaskeiðs á heilsu kvenna til framtíðar, nánd í parsamböndum og síðast en ekki síst jákvæðar hliðar breytingaskeiðsins. 

Fræðslan fer fram í hóptímum í húsnæði Heilsubrúar. Hámarksfjöldi í hverjum hóptíma eru 20 þátttakendur. Einnig er boðið upp á hóptíma gegnum fjarfundakerfið Teams fyrir konur á landsbyggðinni og þær sem ekki eiga heimangengt. 

Hóptíminn hentar öllum konum sem langar til að fræðast um breytingaskeiðið. Í framhaldi af tímanum býðst áframhaldandi þjónusta sem skýrt verður frá í fræðslunni.

Einnig er boðið upp á hóptíma fyrir pör. Þar geta makar kvennanna komið með.

Umsjón

Hóptíminn er haldinn á vegum Heilsubrúar Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.

Leiðbeinendur eru Sólrún Ólína Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og Steinunn Zophoníasdóttir, ljósmóðir. Meistaraverkefni þeirra beggja fjölluðu um breytingaskeið kvenna. 

Fyrirkomulag

Hóptímarnir fara fram Þönglabakka 1, 109 Reykjavík, 2. hæð. (Það er sami inngangur og fyrir Læknasetrið, Gáska sjúkraþjálfun og Tannlækna Mjódd).  

Greitt er 5.000 kr. þátttökugjald við skráningu hér á vefnum.

Staðfestingarpóstur er sendur á netfang þátttakanda við skráningu. 

Mikilvægt er að tilkynna forföll tímanlega.

Hafið samband á heilsubru@heilsugaeslan.is ef staðfestingarpóstur berst ekki og ef forföll verða.

Dagsetningar og skráning

Hóptímar fyrir konur

  • Miðvikudagur 15. janúar kl. 15:00 - 17:00
  • Miðvikudagur 5. mars kl. 15:00 - 17:00
  • Miðvikudagur 7. maí kl. 15:00 - 17:00

 Skráningarsíða - hóptímar fyrir konur

 

Hóptímar fyrir konur á netinu gegnum Teams fjarfundakerfi. Ætlaðir konum á landsbyggðinni og þeim sem ekki eiga heimangengt. 

  • Miðvikudagur 5. febrúar kl. 15:00 - 17:00
  • Miðvikudagur 9. apríl kl. 15:00 - 17:00