Móðurmjólkin er fullkomin fæða

Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði brjóstagjafar sem gott er að fræðast um áður en barn fæðist.  

Fræðsla um brjóstagjöf

Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði brjóstagjafar sem gott er að fræðast um áður en barn fæðist.  

Rætt verður um brjóstagjöf fyrstu vikurnar eftir fæðingu, aðferðir við að leggja á brjóst, tengslamyndun og hvernig greina má þarfir barnsins. 

Einnig verður farið yfir eiginleika og framleiðslu brjóstamjólkur og vandamál sem geta komið upp fyrstu vikurnar.

Námskeiðið hentar vel snemma í meðgöngu.

Umsjón

Heilsubrú Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur umsjón með námskeiðinu.

Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda tölvupóst á heilsubru@heilsugaeslan.is.

Fyrirkomulag námskeiðsins

Námskeiðið er fjarnámskeið og fer fram á Teams. Þau sem skrá sig fá sendan hlekk nokkrum dögum fyrir námskeiðið.

Hvert námskeið er 1 skipti og stendur yfir í 2 og 1/2 klst.

Leiðbeinandi er Lilja Björk Kristinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og brjóstagjafaráðgjafi IBCLC.

Næsta námskeið:

Þriðjudagur 21. janúar kl. 17:00 til 19:30

Skráning 

Námskeiðið er í boði fyrir verðandi foreldra sem eru í meðgönguvernd á heilsugæslum á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, þeim að kostnaðarlausu. 

Skráningarpóstur er sendur á netfang þátttakanda við staðfestingu. Ef skráningarpóstur berst ekki, þarf að hafa samband á heilsubru@heilsugaeslan.is.