Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði brjóstagjafar sem gott er að fræðast um áður en barn fæðist.
Rætt verður um brjóstagjöf fyrstu vikurnar eftir fæðingu, aðferðir við að leggja á brjóst, tengslamyndun og hvernig greina má þarfir barnsins.
Einnig verður farið yfir eiginleika og framleiðslu brjóstamjólkur og vandamál sem geta komið upp fyrstu vikurnar.
Námskeiðið hentar vel snemma í meðgöngu.
Umsjón
Heilsubrú Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur umsjón með námskeiðinu.
Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda tölvupóst á heilsubru@heilsugaeslan.is.