Bætt sjálfsmat með HAM

Námskeiðið

Hugræn atferlismeðferð (HAM) er árangursrík leið til að takast á við tilfinningavanda, þar á meðal vanda tengdu lágu sjálfsmati.

Sjálfsmat er sú skoðun eða viðhorf sem við höfum til okkar sjálfra og þegar við höfum neikvæð viðhorf til okkar þá veldur það oft vanlíðan, erfiðleikum í samskiptum (t.d. að setja öðrum mörk) og ýmislegt fleira sem farið verður nánar í á námskeiðinu.

Á námskeiðinu verður farið í hvernig sjálfsmat mótast, hvað það er sem viðheldur lágu sjálfsmati og hvernig við getum haft áhrif á sjálfsmat okkar með breyttri hegðun og hugsun.

Meðferðin er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri, hún felur í sér fræðslu, umræður og heimaverkefni. 

Umsjón

Námskeiðið er haldið á vegum Heilsubrúar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Leiðbeinandi námskeiðsins er Þorgerður Guðmundsdóttir sálfræðingur. 

Fyrirkomulag

Hóptímarnir fara fram Þönglabakka 1, 109 Reykjavík, 2. hæð. (Það er sami inngangur og fyrir Læknasetrið, Gáski sjúkraþjálfun og Tannlæknar Mjódd).  

Það eru að hámarki 12 einstaklingar í hverjum hópi sem hittist einu sinni í viku í 5 vikur, tvo tíma í senn. 

Þátttakendur greiða 16.000 kr. fyrir námskeiðið.

Meðferðin er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri.

Skráning

Næstu dagsetningar:

  • Miðvikudagurinn 15. janúar kl. 13:00 - 15:00

Hafið samband á heilsubru@heilsugaeslan.is ef staðfestingarpóstur berst ekki og ef forföll verða.