Hugræn atferlismeðferð (HAM) er árangursrík leið til að takast á við tilfinningavanda, þar á meðal vanda tengdu lágu sjálfsmati.
Sjálfsmat er sú skoðun eða viðhorf sem við höfum til okkar sjálfra og þegar við höfum neikvæð viðhorf til okkar þá veldur það oft vanlíðan, erfiðleikum í samskiptum (t.d. að setja öðrum mörk) og ýmislegt fleira sem farið verður nánar í á námskeiðinu.
Á námskeiðinu verður farið í hvernig sjálfsmat mótast, hvað það er sem viðheldur lágu sjálfsmati og hvernig við getum haft áhrif á sjálfsmat okkar með breyttri hegðun og hugsun.
Meðferðin er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri, hún felur í sér fræðslu, umræður og heimaverkefni.