Svefnnámskeið

Námskeiðið

Á svefnnámskeiði Heilsubrúar er boðið upp á Hugræna atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S)  sem rannsóknir hafa sýnt að er ein árangursríkasta meðferð sem völ er á í dag. Ólíkt svefnlyfjum er HAM-S meðferð sem er án aukaverkana og virkar til lengri tíma

Á námskeiðinu er notast við lesefni, glærukynningar, heimaverkefni og hópumræður. 

Umsjón

Námskeiðin er haldið á vegum Heilsubrúar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Leiðbeinandi er Haraldur S. Þorsteinsson sálfræðingur. 

Fyrirkomulag

Hóptímarnir fara fram Þönglabakka 1, 109 Reykjavík, 2. hæð. (Það er sami inngangur og fyrir Læknasetrið, Gáski sjúkraþjálfun og Tannlæknar Mjódd).  

Í hverjum hópi eru að hámarki 15 einstaklingar og hóparnir hittast vikulega í 4 vikur, 90 mínútur í senn. 

Námskeiðshópar hittast á miðvikudögum frá kl. 15:00 - 16:30.  

Þátttakendur greiða 16.624 kr. fyrir námskeiðið.

Meðferðin er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri.

Skráning

Næstu dagsetningar

Miðvikudagar 19. febrúar kl. 15:00-16:30

Hafið samband á heilsubru@heilsugaeslan.is ef staðfestingarpóstur berst ekki og ef forföll verða.