Lífsstíll á breytingaskeiði

Fræðsla um lífsstíl

Nú er í boði fræðsla um lífsstíl fyrir konur á breytingaskeiði á vegum Kvenheilsu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

Margar konur kannast við að lífshættir sem áður hentuðu vel eiga ekki við lengur þegar líkaminn fer í gegnum breytingaskeiðið. Einnig líta margar konur á þennan tíma sem tækifæri til að innleiða nýjar venjur í daglegt líf. 

Í þessum tíma skoðum við hvaða mataræði er líklegt til að henta vel á þessu tímabili. Við skoðum líka hreyfingu, andlega líðan og svefn sem oft tekur breytingum. Lögð er áhersla á skilning á það sem gerist í líkamanum, meðal annars í þyngdarstjórnunarkerfum, líkamsklukku og efnaskiptum. Þannig má auðvelda konum á breytingaskeiði að átta sig á því hvaða venjur getur verið gott að innleiða til að bæta heilsu og líðan. 

Fræðslan fer fram í hóptímum og það eru 15-20 konur í hverjum tíma. 

Hóptíminn hentar öllum konum sem langar til að fræðast um heilbrigða lífshætti. 

Umsjón

Hóptíminn er haldinn á vegum Kvenheilsu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Leiðbeinandi er Steinunn Zophoníasdóttir, ljósmóðir með sérþekkingu á breytingaskeiði kvenna. 

Fyrirkomulag

Hóptímarnir fara fram Þönglabakka 1, 109 Reykjavík, 2. hæð. (Það er sami inngangur og fyrir Læknasetrið, Gáska sjúkraþjálfun og Tannlækna Mjódd).  

Greitt er 5.000 kr. þátttökugjald við skráningu hér á vefnum.

Staðfestingarpóstur er sendur á netfang þátttakanda við skráningu.

Hafið samband á kvenheilsa@heilsugaeslan.is ef staðfestingarpóstur berst ekki og ef forföll verða.

Dagsetningar og skráning

Námskeiðin eru annað hvort staðnámskeið eða fjarnámskeið.

Staðnámskeið:

  • Fimmtudagur 22. ágúst kl. 15:00 -16:30
  Fjarnámskeið

Fjarnámskeiðin eru í gegnum Teams fjarfundakerfið. Þau eru ætluð konum á landsbyggðinni og þeim sem ekki eiga heimangengt.

 

Skráningarsíða fyrir námskeið

Fannst þér efnið hjálplegt?

Rusl-vörn


Af hverju ekki?

Rusl-vörn