Er komið að skimun hjá þér?
Tólf konur úr íslensku samfélagi deila sögu sinni á ljósmyndasýningunni Er komið að skimun hjá þér? og hvetja þannig aðrar konur til að taka þátt í skimun þegar boð berst. Sérstakt merki hefur verið hannað sem minnir konur á mikilvægi þess að taka þátt í leghálsskimun.
Upplýsingar um leghálsskimanir á íslensku, ensku og pólsku, er að finna á síðu Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana.