Hafðu samband við heilsugæslustöðina þína og pantaðu viðtal hjá hjúkrunarfræðingi í Heilsuvernd eldra fólks.
Hjúkrunarfræðingar sem veita þjónustuna leitast við að:
- Greina áhættuþætti og veita fræðslu um aldurstengda þætti sem snerta heilsu og líðan.
- Aðstoða við að færa til betri vegar og/eða aðlagast þeim breytingum sem orðnar eru á heilsufari og líðan.
- Stuðla að sjálfstrausti, sjálfstæði og auka öryggiskennd.
- Meta þörf og leiðbeina um hjálpartæki og/eða stoðtæki ef þarf.
- Veita ráðgjöf, leiðsögn og upplýsingar um þau þjónustuúrræði sem eru í boði.
Þú færð nánari upplýsingar um fyrirkomulag heilsuverndarinnar á síðu heilsugæslustöðvarinnar þinnar.