Bókaðir tímar
Heimilislæknar á heilsugæslustöðvum eru með bókaða viðtalstíma frá kl. 8 - 16 og er hver tími 20 mínútur.
Þú bókar tíma í gegnum mínar síður á Heilsuveru eða með því að hringja á stöðina þína.
Nokkur bið getur verið eftir bókuðum tíma og ef erindið þolir ekki bið bendum við á síðdegismóttöku, samdægurstíma og skyndimóttöku en þá er ekki tryggt að þú hittir þinn heimilislækni.
Síðdegismóttaka
Heimilislæknar eru með síðdegismóttöku frá kl. 16 til 17 fyrir skyndileg veikindi.
Þá er viðtalstíminn styttri og miðað við eitt vandamál í viðtali.
Samdægurstímar
Á hverjum degi eru nokkrir samdægurstímar í boði á hverri stöð. Þú hringir á heilsugæslustöðina, og bókað er í tímana eftir að erindið hefur verið metið.
Skyndimóttaka
Á dagvinnutíma er opin skyndimóttaka þar sem hægt er að koma fyrirvaralaust.
Í áríðandi tilvikum er alltaf hægt að fá þjónustu á dagvinnutíma og ef heimilislæknirinn þinn er ekki við, sinnir annar læknir eða hjúkrunarfræðingur erindinu.