Ung- og smábarnavernd stendur öllum foreldrum til boða þeim að kostnaðarlausu.
Foreldrum nýfæddra barna er boðið upp á heimavitjanir fyrstu vikurnar og koma síðan í kjölfarið á heilsugæslustöðina með barnið í skoðanir.
Í heimavitjunum skoðar hjúkrunarfræðingur barnið, metur þroska þess, þyngd og höfuðummál. Foreldrar fá ráðgjöf og fræðslu varðandi umönnun barnsins og eigin líðan.
Þegar barnið er sex vikna gamalt er læknisskoðun á heilsugæslustöð og við þriggja mánaða aldur hefjast bólusetningar.
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag ung- og smábarnaverndar færð þú á þinni heilsugæslustöð.