Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu.
Við erum með átta starfsstöðvar á sviði geðheilsu: Geðheilsumiðstöð barna, Geðheilsuteymi HH austur, suður og vestur, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana, Geðheilsuteymi fangelsa og Heilaörvunarmiðstöð.
Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi, Heilbrigðisskoðun innflytjenda, Heilsubrú, Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar, Færni- og heilsumatsnefnd, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu.
Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar.