Þriðjudaginn 9. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1942 eða fyrr, COVID-19 bólusetningu í Laugardalshöllinni.
Boð um bólusetninguna hafa verið send með SMS skilaboðum. Fólk er beðið um að fylgja tímasetningu sem þar kemur fram.
Þeir sem eru á þessum aldri en hafa ekki fengið SMS skilaboð geta komið í Laugardalshöllina, milli kl. 9:00 og 15:00 fengið bólusetningu.
Fyrirkomulag
Allir eru beðnir um að mæta með skilríki og við minnum á grímuskyldu.
Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því biðjum við fólk um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða.
Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin.
Hafi fólk bráðaofnæmi við stungulyfjum, eða af óþekktum toga, er ekki ráðlegt að bólusetja það. Þeir sem ekki þiggja bólusetningu eru beðnir um að láta vita á bolusetning@heilsugaeslan.is eða i síma 513-5000.
Upplýsingablað um bólusetningu í Laugardalshöll