Bólusetning í Laugardagshöllinni 26. mars - Fædd 1948 eða fyrr

Mynd af frétt Bólusetning í Laugardagshöllinni 26. mars - Fædd 1948 eða fyrr
25.03.2021

Föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr, COVID-19 bólusetningu í Laugardalshöllinni.  

Þetta er fyrri bólusetningin fyrir þennan hóp og notað verður bóluefnið Astra Zeneca. Reynsla síðustu mánaða hefur sýnt að bóluefnið Astra Zeneca er öruggt og áhrifaríkt fyrir eldra fólk

Boð um bólusetninguna hafa verið send með SMS skilaboðum. Fólk er beðið um að fylgja tímasetningu sem þar kemur fram.  

Þeir sem eru á þessum aldri en hafa ekki fengið SMS skilaboð geta komið í Laugardalshöllina þennan dag, milli kl. 9:00 og 15:00 fengið bólusetningu.   

Fyrirkomulag 

Allir eru beðnir um að mæta með skilríki og við minnum á grímuskyldu. 

Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því biðjum við fólk um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða.  

Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin.  

Hafi fólk bráðaofnæmi við stungulyfjum, eða af óþekktum toga, er ekki ráðlegt að bólusetja það. Þeir sem ekki þiggja bólusetningu eru beðnir um að láta vita á bolusetning@heilsugaeslan.is eða i síma 513-5000. 

Um Astra Zeneca bóluefni