Dagskrá bólusetninga - Vika 14

Mynd af frétt Dagskrá bólusetninga - Vika 14
31.03.2021

Í viku 14 er er búið að skipuleggja þessar bólusetningar: 

  • Miðvikudaginn 7. apríl verður Pfizer endurbólusetning fyrir þá sem fengu fyrri bólusetningu  fyrir 18. mars. Bólusett verður í Laugardalshöll milli kl. 9:00 og 14:00. Boð verða send með SMS.
  • Fimmtudaginn 8. apríl verður bólusetning í Laugardalshöll í boði fyrir alla fædda 1951 og fyrr. Bólusett verður með AstraZeneca. Boð með tímasetningu og strikamerki verða send með SMS en ef fólk í þessum aldurshópi fær ekki boðun er velkomið að mæta milli kl. 9.00 og 15.00.
  • Föstudaginn 9. apríl verður bólusetning með Moderna í Laugardalshöll fyrir heilbrigðisstarfsmenn utan stofnana. Boð verða send með SMS og byrjað á elsta hópnum. Þetta er fyrsti bólusetningadagur þessa hóps og nú fá elstu einstaklingarnir boð. Aðrir í hópnum verða boðaðir í aldursröð næstu vikur.

Ekki eru staðfestir fleiri bólusetningardagar í þessari viku. Þeir birtast hér um leið og þeir eru ákveðnir. 

Við bendum á bólusetningardagatalið varðandi vísbendingar um framhaldið 

Fyrirkomulag á bólusetningastað 

Allir eru beðnir um að mæta með skilríki og við minnum á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því biðjum við fólk um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða.  Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin.

Spurningar   

Ef þú hefur spurningar varðandi bólusetningar og heilsufar bendum við á netspjallið á heilsuvera.is.    

Algeng spurning er að fólk sem hefur fengið blóðtappa hefur áhyggjur af því að vera bólusett með AstraZeneca bóluefninu. Þessir blóðtappar sem hafa komið í kjölfar AstraZeneca bóluefnisins eru ekki af sama toga og venjulegir blóðtappar. Því er fyrri saga um blóðtappa ekki frábending á að fá bólusetningu með AstraZeneca.

Við bendum líka á ítarlegar upplýsingar varðandi bólusetningar, bóluefnin og aukaverkanir á covid.is/bolusetningar  

Afþakka bólusetningar 

Ef þú vilt hafna bólusetningu sendir þú nafn þitt og kennitölu á bolusetning@heilsugaeslan.is  Þar er engum spurningum svarað.

Hafi fólk bráðaofnæmi við stungulyfjum, eða af óþekktum toga, er ekki ráðlegt að bólusetja það. 

Fréttin var uppfærð 7. apríl