Dagskrá bólusetninga - Vika 17

Mynd af frétt Dagskrá bólusetninga - Vika 17
23.04.2021

Í viku 17 er er búið að skipuleggja þessar bólusetningar í Laugardalshöll:

  • Þriðjudaginn 27. apríl verður Pfizer bólusetning fyrir fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Byrjað verður á alvarlegustu sjúkdómunum. SMS boð með tímasetningu verður sent á alla sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er kl. 9 til 13.
  • Miðvikudaginn 28. apríl verður AstraZeneca bólusetning, kl. 9 til 15. Þá er boðað fólk 60 ára og eldra, fætt 1961 eða fyrr, með undirliggjandi sjúkdóma. Einnig eru boðuð öll án áhættuþátta sem fædd eru 1955 og fyrr. SMS boð með tímasetningu verður sent á alla sem býðst bólusetning þennan dag. Búið er að boða þá aðila í þessum aldurshópi sem ekki geta fengið AstraZeneca sökum sjúkrasögu. 
  • Fimmtudaginn 29. apríl verður verður AstraZeneca bólusetning, kl. 9 til 15. Þá verður haldið áfram niður aldursröðina í hópi þerra sem eru 60 ára og eldri. Nánari upplýsingar væntanlegar.

Sjá nánar á vef Embættis landlæknis: Einstaklingar með undirliggjandi langvinna sjúkdóma og eru í sérstökum áhættuhópi skv. reglugerð um COVID-19 bólusetningar

Ekki eru staðfestir fleiri bólusetningardagar í þessari viku. Þeir birtast hér um leið og þeir eru ákveðnir. Við bendum á bólusetningardagatalið varðandi vísbendingar um framhaldið 

Fyrirkomulag á bólusetningastað 

Allir eru beðnir um að mæta með skilríki og við minnum á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því biðjum við fólk um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða.  Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin.

Um AstraZeneca bóluefnið

Ef fólk ákveður að þiggja ekki AstraZeneca bóluefnið núna þarf ekki að láta vita. Það nægir að mæta ekki og bíða þar til mál skýrast.

Sjá nánar á vef Embættis landlæknis: 

Spurningar  

Ef þú hefur spurningar varðandi bólusetningar og heilsufar bendum við á netspjallið á heilsuvera.is.    

Við bendum líka á ítarlegar upplýsingar varðandi bólusetningar, bóluefnin og aukaverkanir á covid.is/bolusetningar  

Afþakka bólusetningar 

Ef þú vilt hafna bólusetningu alfarið óháð bóluefni, sendir þú nafn þitt og kennitölu á bolusetning@heilsugaeslan.is. Þar er engum spurningum svarað.

Hafi fólk bráðaofnæmi við stungulyfjum, eða af óþekktum toga, er ekki ráðlegt að bólusetja það. 

Útgáfudagur fréttar 23. apríl

Síðast uppfært 26. apríl, kl. 13:06