Konur fæddar 1967 eða síðar hafa val

Mynd af frétt Konur fæddar 1967 eða síðar hafa val
04.05.2021

Nú hafa þau sem fengu fyrri skammt af AstraZeneca í febrúar fengið boð um að koma í bólusetningu á fimmtudaginn til að fá seinni skammtinn.
 
Í boðuninni var ekki möguleiki að sleppa konum fæddum 1967 eða síðar.
 
Þessar konur geta valið hvort þær fá AstraZeneca fimmtudaginn 6. maí eða Pfizer þriðjudaginn 11. maí.

Frekar er mælt með því að seinni sprautan sé líka AstraZeneca ef konan er sátt við það.
 
Þær þurfa ekki að láta vita hvort þær velja, heldur mæta á réttum degi miðað við hvort bóluefnið þær velja. Þær munu fá nýtt boð.

Frétt uppfærð 5. maí