Búið er að draga úr bólusetningapottinum og röðin verður svona í sumar. Skipting árganga á vikur er með fyrirvara um að nægt bóluefni sé til staðar og að það henti viðkomandi aldri.
Ekki er hægt að láta færa sig framar. Það er ekki hægt að mæta í annað bóluefni en þú fékkst boð í og við getum ekki breytt boðum. Vinsamlega biðjið okkur ekki um þetta.
- Ef þú færð boð en kemst ekki getur þú komið næst þegar er verið að nota sama bóluefni og þú fékkst boð í. Strikamerkið gildir áfram en mæta skal með eldra boð eftir ákveðinn tíma á bólusetningadegi, sjá dagskrá.
- Ef þú tilheyrir þessum hópum en fékkst ekki boð, er það oft vegna þess að það er ekkert símanúmer skráð. Ef þú ert með íslenska kennitölu getur þú mætt með þínum hóp eða síðar í efnið sem þinn hópur fékk.
- Þau sem eru með kynhlutlausa skráningu geta valið hvorum hluta síns árgangs þau fylgja burtséð frá boðun.
- Ekki er byrjað að bólusetja þau sem hafa fengið COVID-19.
Leitið svara hér áður en þið hafið samband við heilsugæsluna. Mikið álag er á símkerfum.
Sjá einnig: Algengar spurningar um fyrirkomulag bólusetninga og Dagskrá bólusetninga - Vika 25.
Þau sem eru með eldra boð geta mætt eftir ákveðinn tíma á bólusetningadegi, sjá dagskrá, og þá er bólusett meðan birgðir endast.
- Öll fædd 1975 og fyrr geta komið á bólusetningadegi að eigin vali, nema AstraZeneca.
- Þau sem eru fædd síðar geta komið í bólusetningu ef búið er að boða þeirra árgangshóp.
Þau sem tilheyra hópum sem búið er að boða geta komið í bólusetningu þegar verið er að nota efnið sem þeirra hópur fékk úthlutað.
Hér er yfirlit yfir hvaða bóluefni hver hópur fær:
Ár | Karlar | Konur |
1976 | Janssen | Janssen |
1977 | Janssen | Janssen |
1978 | Pfizer | Pfizer |
1979 | Pfizer | Janssen |
1980 | Pfizer | Janssen |
1981 | Janssen | Janssen |
1982 | Moderna | Pfizer |
1983 | Pfizer | Pfizer |
1984 | Janssen | Pfizer |
1985 | Janssen | Janssen |
1986 | Janssen | Pfizer |
1987 | Pfizer | Pfizer |
1988 | Janssen | Janssen |
1989 | Pfizer | Janssen |
1990 | Janssen | Janssen |
1991 | Janssen | Janssen |
1992 | Pfizer | Pfizer |
1993 | Pfizer | Janssen |
1994 | Janssen | Pfizer |
1995 | Janssen | Janssen |
1996 | Pfizer | Pfizer |
1997 | Janssen | Janssen |
1998 | Janssen | Pfizer |
1999 | Pfizer | Janssen |
2000 | Janssen | Janssen |
2001 | Janssen | Pfizer (leiðrétt) |
2002 | Janssen | Janssen |
2003 | Pfizer | Pfizer |
2004 | Pfizer | Pfizer |
2005 | Pfizer | Pfizer |
Þessi voru boðuð í viku 23 - 7. til 11. júní
Fyrstu 8 hóparnir fengu Pfizer, hinir fengu Janssen nema karlar 2003 og konur 2004 sem fá Pfizer í viku 24.
Karlar | Konur |
1979 | 1984 |
1993 | 1978 |
1992 | 1998 |
1983 | 1986 |
1984 | 2000 |
2003 | 1981 |
1977 | 1980 |
1997 | 2004 |
1985 | 1988 |
Þessi hafa verið boðuð í viku 24 - 14. til 18. júní
Fyrstu 7 hóparnir fengu Janssen fimmtudaginn 10 júní, nema konur 2001 Pfizer
Næstu 8 hópar fengu Janssen boð mánudaginn 14. júní.
Síðustu 2 hóparnir fengu boð í Pfizer þriðjudaginn 15. júní.
Þau sem eru fædd 2003 og 2004 fengu boð í Pfizer 15. júní vegna aldurs.
Karlar | Konur |
1976 | 1977 |
2000 | 2001 |
1988 | 2002 |
1986 | 1993 |
1994 | 1976 |
2002 | 1979 |
1981 | 1997 |
2001 | 2003 |
1996 | 1992 |
Þessi hafa verið boðuð í viku 25 - 21. til 25. júní
Búið var að boða karla 1982 í Moderna 16. júní og karla 2004 í Pfizer 15. júní. Pfizer fá konur 1987, 1994, karlar 1989, 1980 og allir 2005. Hinir fár Janssen.
Sjá: Dagskrá bólusetninga - Vika 25.
Karlar | Konur |
2005 | 2005 |
1982 | 1989 |
1991 | 1987 |
1989 | 1994 |
1980 | 1990 |
1998 | 1995 |
2004 | 1999 |
1995 | 1991 |
1990 | 1985 |
Frétt útgefin 4. júní, síðast uppfærð 16. júní.