Staða leghálsskimunar - Vika 27

Mynd af frétt Staða leghálsskimunar - Vika 27
07.07.2021

Nú hefur verið lokið við að senda öll uppsöfnuð sýni til rannsóknar eins og stefnt var að. Þannig er komið á jafnvægi þeirra sýna sem berast og þeirra sem send eru til rannsóknar. 

Í dag tekur að jafnaði um 3 vikur frá því skimunarsýni frá leghálsi er tekið og þar til niðurstaða liggur fyrir. Samhæfingarstöð krabbameinsskimana (SKS) berast yfirleitt sýni vikulega frá heilsugæslustöðvum og kvensjúkdómalæknum, það tekur SKS viku að skrá og senda sýni utan og niðurstaða berst SKS að meðaltali 3-6 dögum eftir að sýnið er móttekið á rannsóknarstofu Hvidovre sjúkrahússins. SKS sendir niðurstöðuna strax til Embættis landlæknis sem skráir hana í skimunarskrá og inn á island.is  

Meðal svartími í júní 2021

Meðal svartími í júní 2021 frá því sýni barst rannsóknarstofu Hvidovre sjúkrahússins og þar til niðurstaða var fengin: 

  • 23-29 ára, leghálsfrumurannsókn með HPV flokkunarrannsókn: 3 dagar (95% niðurstaðna innan 6 daga, mest 29 dagar). 
  • 30-59 ára, HPV frumskimun með frumuflokkunarrannsókn: 6 dagar (95% niðurstaðna innan 11 daga, mest 20 dagar).
  • 60-64 ára, HPV frumskimun með frumuflokkunarrannsókn: 6 dagar (95% niðurstaðna innan 7 daga, mest 13 dagar).

Sjá einnig nýlegar fréttir um leghálskimanir: