*See English here: Vaccination schedule - week 33
Í viku 33 er stefnt á að bólusetja eftirfarandi hópa:
- Endurbólusetning hjá þeim sem fengu fyrri skammt af Pfizer í júlí.
- Örvunarskammtur fyrir þau sem hafa fengið Jansen bólusetningu fyrir a.m.k. 28 dögum. Þau sem eru með mótefni eftir covid-19 sýkingu og hafa fengið Jansen örvunarskammt þurfa ekki að mæta í annan örvunarskammt.
- Barnshafandi konur sem fengu fyrri skammtinn 29. júlí. Þessi hópur getur einnig mætt á Suðurlandsbraut í næstu viku (Uppfært 18. ágúst)
Það verða send út boð fyrir þessa hópa, fólk er vinsamlegast beðið um að mæta á þeim tíma sem boðið segir til um.
Bólusett verður í Laugardalshöllinni á þessum tímum:
- Mánudaginn 16.ágúst frá kl. 10:00-15:00
- Þriðjudaginn 17.ágúst frá kl. 10:00-15:00
- Miðvikudaginn 18.ágúst frá kl. 10:00-15:00
- Fimmtudaginn 19.ágúst frá kl. 10:00-15:00
Fyrirkomulag á bólusetningastað
Allir eru beðnir um að mæta með skilríki og við minnum á að grímuskylda er á bólusetningastað. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða. Allir þurfa að bíða í um 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin.
Spurningar
Ef þú hefur spurningar varðandi bólusetningar og heilsufar bendum við á netspjallið á heilsuvera.is.
Við bendum líka á ítarlegar upplýsingar varðandi bólusetningar, bóluefnin og aukaverkanir á covid.is/bolusetningar
Hafi fólk bráðaofnæmi við stungulyfjum, eða af óþekktum toga, er ekki ráðlegt að bólusetja það.