Nú er mögulegt að fara í hraðpróf vegna viðburða á Suðurlandsbraut 34. Hægt er að fara í hraðpróf frá kl. 8-20 alla virka daga og frá kl. 9-15 um helgar.
Einstaklingar þurfa að skrá sig í þessi hraðpróf á:
heilsuvera.is - inn á mínum síðum
eða
á vefsíðunni hradprof.covid.is
Við skráningu fær fólk strikamerki sent í síma sinn sem það mætir með á Suðurlandsbrautina. Eftir sýnatöku tekur um 30-60 mín að fá niðurstöðu.
Ef niðurstaða er neikvæð fær einstaklingur tölvupóst með vottorði á pdf og skilaboð um að vottorð sé að finna á Heilsuveru.is.
Ef niðurstaða er jákvæð fær einstaklingur strikamerki með boðun í PCR próf - þá þarf að fara strax í PCR próf á Suðurlandsbrautinni og vera í einangrun þar til niðurstaða úr því prófi liggur fyrir.