Samningur um greiningu á leghálssýnum

Mynd af frétt Samningur um greiningu á leghálssýnum
22.09.2021
Hvidovre hefur sagt upp samningi um greiningu leghálssýna frá 1. janúar 2022.

Undirbúningur Landspítala að því að taka við rannsóknunum stendur yfir.  Hvidovre er reiðubúið að framlengja samninginn og er það til skoðunar hjá HH, það ræðst af því hvenær Landspítali er tilbúinn.

Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins leggur mikla áherslu á að ekki verði truflun á skimunum fyrir leghálskrabbameini en jafnframt að tryggja gæði og öryggi.