Nú í september náðum við þeim áfanga að einungis 29 dagar líða að meðaltali frá því að kona kemur í leghálsskimun þangað til hún fær svar.
Hámarks svartími hefur lækkað á sama hátt en 99% kvenna fá svar innan 40 daga. Stysti svartími í september var 13 dagar.
Á myndritinu má sjá þróun svartíma frá því að heilsugæslan tók við verkefninu í janúar 2021 og svartíma Krabbameinsfélagsins þar áður til viðmiðunar.
Svarbréf kemur inn á island.is.