Til að koma betur á móts við fólk sem vill sækja viðburði í desember hefur opnunartími hraðprófa verið lengdur á laugardögum og nú er opið til kl. 17:00.
Á móti er ekki opið á kvöldin á mánudögum og þriðjudögum þegar minna er að gera. Áfram er opið til kl. 20:00 miðvikudaga til föstudaga og til kl. 15.00 á sunnudögum
Svona verður opið í hraðprófum í desember:
- Mánudaga og þriðjudaga kl. 8:00-17:00
- Miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 8:00-20:00
- Laugardaga kl. 9:00-17:00
- Sunnudaga kl. 9:00-15:00
Við minnum á fólk á að panta hraðpróf á réttum tíma en það má ekki vera eldra en 48 klukkutíma gamalt þegar viðburður hefst. Venjulega koma niðurstöður innan klukkustundar.
Svo er upplagt að nýta hraðprófið vel og fara á marga tónleika og sýningar meðan prófið er í gildi.
Einfalt er að panta hraðpróf á vefsíðunni hradprof.covid.is.