Þessar upplýsingar eru með fyrirvara um breytingar. (Uppfært 28. desember)
Heilsugæslan
Heilsugæslustöðvar og aðrar starfsstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru opnar til kl. 12.00 á aðfangadag og gamlársdag. Aðra virka daga milli jóla og nýárs er opið eins og venjulega.
Netspjall á heilsuvera.is
Opið frá kl. 8.00 til 22:00 alla daga nema aðfangadag og gamlársdag. Þá er opið frá kl. 8:00 til 16.00.
Nánar á Heilsuvera.is
Vaktsíminn 1700
Hjúkrunarfræðingar eru á vakt allan sólarhringinn í síma 1700 og veita faglega símaráðgjöf.
Læknavaktin - sími 1770
- Virka daga opnar móttakan kl. 17:00 og er opin til kl. 23.30.
- Helgidaga og almenna frídaga opnar kl. 9:00 og er opið til kl. 23.30
- Á aðfangadagskvöld og gamlárskvöld er lokað milli kl. 18:00 og 21:00 og svo opið til kl. 23:00.
Bólusetningar gegn COVID-19 í Laugardalshöll
Ekki er bólusett á Þorláksmessu, aðfangadag og gamlársdag.
Milli jóla og nýárs, 27. desember til 30. desember er bólusett alla virka daga frá kl. 10:00 til 12:00. Óbólusett, hálfbólusett og þau sem eru komin á tíma með örvunarskammt eru velkomin. Pfizer, Moderna og Janssen í boði alla daga.
Sjá nánar hér á vefnum: Bólusetningar til áramóta
Sýnataka um jól og áramót á Suðurlandsbraut 34
- 24. desember, kl. 8:00 til 12:00
- Á jóladag, 25. desember, verður ekki opið í hraðpróf né í PCR sýnatöku fyrir ferðalög. Opið verður í PCR einkenna- og sóttkvíarsýnatöku frá kl. 10:00 til 14:00. Þau sem eru að losna úr sóttkví á jóladag fá strikamerki sent frá rakningateyminu kvöldinu áður.
- 26. desember, kl. 11:00 til 15:00
og
- 31. desember kl. 8:00 til 12:00
- Á nýársdag, 1. janúar, verður ekki opið í hraðpróf né í PCR sýnatöku fyrir ferðalög. Opið verður í PCR einkenna- og sóttkvíarsýnatöku frá kl. 10:00 til 14:00. Þau sem eru að losna úr sóttkví fá strikamerki sent frá rakningateyminu kvöldinu áður.
- 2. janúar kl. 11:00 til 15:00
Sýnataka aðra daga er eins og á venjulegum virkum dögum. Sjá nánar hér á vefnum: COVID-19
Neyðarþjónusta
Ef um bráð tilvik er að ræða hringið í 112.
Neyðarlínan – 112 aðstoðar í neyð