Svona er opið um jól og áramót

Mynd af frétt Svona er opið um jól og áramót
21.12.2021

Þessar upplýsingar eru með fyrirvara um breytingar. (Uppfært 28. desember)

Heilsugæslan

Heilsugæslustöðvar og aðrar starfsstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru opnar til kl. 12.00 á aðfangadag og gamlársdag. Aðra virka daga milli jóla og nýárs er opið eins og venjulega.

Netspjall á heilsuvera.is

Opið frá kl. 8.00 til 22:00 alla daga nema aðfangadag og gamlársdag. Þá er opið frá kl. 8:00 til 16.00.

Nánar á Heilsuvera.is

Vaktsíminn 1700

Hjúkrunarfræðingar eru á vakt allan sólarhringinn í síma 1700 og veita faglega símaráðgjöf. 

Læknavaktin - sími 1770

  • Virka daga opnar móttakan kl. 17:00 og er opin til kl. 23.30.
  • Helgidaga og almenna frídaga opnar kl. 9:00 og er opið til kl. 23.30 
  • Á aðfangadagskvöld og gamlárskvöld er lokað milli kl. 18:00 og 21:00 og svo opið til kl. 23:00.


Bólusetningar gegn COVID-19 í Laugardalshöll

Ekki er bólusett á Þorláksmessu, aðfangadag og gamlársdag.
Milli jóla og nýárs, 27. desember til 30. desember er bólusett alla virka daga frá kl. 10:00 til 12:00. Óbólusett, hálfbólusett og þau sem eru komin á tíma með örvunarskammt eru velkomin. Pfizer, Moderna og Janssen í boði alla daga.
Sjá nánar hér á vefnum:  Bólusetningar til áramóta

Sýnataka um jól og áramót á Suðurlandsbraut 34

  • 24. desember, kl. 8:00 til 12:00
  • Á jóladag, 25. desember, verður ekki opið í hraðpróf né í PCR sýnatöku fyrir ferðalög. Opið verður í PCR einkenna- og sóttkvíarsýnatöku frá kl. 10:00 til 14:00. Þau sem eru að losna úr sóttkví á jóladag fá strikamerki sent frá rakningateyminu kvöldinu áður.
  • 26. desember, kl. 11:00 til 15:00

og

  • 31. desember kl. 8:00 til 12:00
  • Á nýársdag, 1. janúar, verður ekki opið í hraðpróf né í PCR sýnatöku fyrir ferðalög. Opið verður í PCR einkenna- og sóttkvíarsýnatöku frá kl. 10:00 til 14:00. Þau sem eru að losna úr sóttkví fá strikamerki sent frá rakningateyminu kvöldinu áður.
  • 2. janúar kl. 11:00 til 15:00

Sýnataka aðra daga er eins og á venjulegum virkum dögum. Sjá nánar hér á vefnum: COVID-19

Neyðarþjónusta

Ef um bráð tilvik er að ræða hringið í 112.

Neyðarlínan – 112 aðstoðar í neyð