Óveður 7. febrúar

Mynd af frétt Óveður 7. febrúar
06.02.2022

Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið og viðbúið að erfitt verði fyrir starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og skjólstæðinga að komast ferða sinna 7. febrúar.

Allar heilsugæslustöðvar opna til að sinna bráðaerindum kl. 8:00. 

Bókaðir tímar falla niður allan daginn. Við höfum samband til að leysa erindi og bjóða nýja tíma ef þarf og munum leggja okkur fram um að leysa það sem best.

Heimahjúkrun sinnir þeim vitjunum sem ekki geta beðið. Viðbúið er að einhver seinkun verði.

Engar bólusetningar verða í Laugardalshöll á morgun.

Stefnt er að því að opna sýnatöku á Suðurlandsbraut 34 kl. 12:00. - (Uppfært kl. 10.00)

Aðrar starfsstöðvar verða lokaðar á morgun og það starfsfólk sem það getur vinnur heima.

Vonast er til að starfsemi verði með venjubundnum hætti á þriðjudag.

Þetta gæti allt breyst, fylgist með hér á vefnum. Þessi frétt verður uppfærð eftir þörfum.

Notum skynsemina og förum varlega.