Breytingar á sýnatökum vegna Covid-19

Mynd af frétt Breytingar á sýnatökum vegna Covid-19
28.03.2022

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á sýnatökum vegna Covid-19 frá og með næstu mánaðarmótum. Frá föstudeginum 1. apríl mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins eingöngu bjóða upp á PCR-sýnatökur á Suðurlandsbraut 34 en hægt verður að bóka hraðpróf vegna ferðalaga hjá einkaaðilum. 

Einkennasýnatökur

Þeir sem eru með einkenni sem benda til þess að viðkomandi sé með Covid-19 geta bókað sýnatöku  á mínum síðum á vefnum Heilsuvera. Hægt er að leita sér aðstoðar við að bóka einkennasýnatöku á netspjalli Heilsuveru. Ekki þarf að greiða fyrir þessa þjónustu.

Sjúklingar með Covid-19 sýna oft eitt eða fleiri af einkennunum hér að neðan:

Ferðalög

Þeir sem þurfa að fara í PCR-sýnatöku vegna ferðalaga geta bókað sýnatökuna á vefnum travel.covid.is. Sýnatakan og vottorðið kosta 7.000 krónur. 

Ekki verður boðið upp á hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þeir sem þurfa að fara í hraðpróf vegna ferðalaga geta bókað sýnatöku á hradprof.is eða testcovid.is en sú þjónusta er ekki á vegum heilsugæslunnar.