Þessi þjónusta var áður veitt á Göngudeild sóttvarna en deildin hefur breytt um nafn og heitir nú Heilbrigðisskoðun innflytjenda. Það er í samræmi við breytt hlutverk deildarinnar sem sér nú eingöngu um að veita innflytjendum heilsufarsskoðun eftir komuna til landsins.
Afar misjafnt er hvers konar bólusetningar ferðamenn ættu að fá eftir því hvert ferðinni er heitið. Fjallað er um bólusetningar fyrir ferðamenn á vefnum Heilsuveru.
Til að fá nánari upplýsingar og ráðgjöf er hægt að hafa samband við upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar í gegnum netspjall á vefnum Heilsuveru.
Mikilvægt er að bóka tíma fyrir fram í bólusetningu fyrir ferðamenn á heilsugæslustöð.