Svarað verður í síma 1700 og á netspjallinu á Heilsuveru yfir allar hátíðarnar. Þar veitir starfsfólk ráðgjöf vegna veikinda og slysa. Í neyð er fólki bent á að hringja í síma 112.
Starfsfólk Upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins svarar skilaboðum í gegnum netspjall Heilsuveru alla daga milli 8 og 22. Þá svarar það símtölum í síma 1700 milli klukkan 8 og 22 en eftir það svarar starfsfólk Læknavaktarinnar þeim símtölum sem berast.
Ekki verður hægt að senda skilaboð á heilsugæslustöðvar í gegnum Mínar síður á Heilsuveru yfir hátíðarnar.
- Lokað verður fyrir skilaboð föstudaginn 22. desember klukkan 15 og opnað aftur miðvikudaginn 27. desember klukkan 7.
- Lokað verður fyrir skilaboð föstudaginn 29. desember klukkan 15 og opnað aftur þriðjudaginn 2. janúar klukkan 7.
Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins óskar skjólstæðingum, samstarfsfólki og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!