Heilsugæslan Garðabæ lokuð vegna bruna

Mynd af frétt Heilsugæslan Garðabæ lokuð vegna bruna
07.03.2024

Heilsugæslan Garðabæ verður lokuð á næstunni vegna eldsvoða í aðliggjandi húsnæði á Garðatorgi. Talsverður reykur barst inn í húsnæði stöðvarinnar og er nú unnið að því að þrífa.

Fólki með bráð erindi er bent á að hringja í síma 1700 eða hafa samband í gegnum netspjallið á Heilsuveru. Þar fær það ráðgjöf og verður beint á nágrannastöðvar í Hafnarfirði og Kópavogi.

Starfsfólk Heilsugæslunnar Garðabæ er komið með aðstöðu á öðrum starfsstöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Haft var samband við alla sem áttu bókaða tíma á meðan stöðin verður lokuð. 
Fólki sem á bókaðan tíma á föstudag verður boðið að koma á stöð í nærliggjandi bæjarfélögum þar sem starfsfólk Heilsugæslunnar Garðabæ mun taka á móti þeim.

 

Fréttin var uppfærð 7. mars klukkan 11:50 þegar í ljós hafði komið að ekki muni takast að opna stöðina á föstudag eins og vonir stóðu til. 

Fréttin var uppfærð 11. mars klukkan 10:30 þegar í ljós hafði komið að ekki verði hægt að opna stöðina á næstunni.