Heilsugæslan Grafarvogi flytur aftur í Spöngina

Mynd af frétt Heilsugæslan Grafarvogi flytur aftur í Spöngina
22.05.2024
Heilsugæslan Grafarvogi flytur aftur í húsnæði stöðvarinnar í Spönginni í Grafarvogi og opnar starfsemin þar mánudaginn 27. maí. 

Stöðin verður lokuð fimmtudag og föstudag, 23. og 24. maí, vegna flutninga. Ef erindið er brátt er hægt að hafa samband í síma 1700 eða á netspjalli Heilsuveru. Fyrirspurnum og óskum um lyfjaendurnýjun verður svarað eins og venjulega.

Stöðin flutti tímabundið úr Spönginni á meðan umfangsmiklar viðgerðir og umbætur fóru fram á húsnæðinu. „Okkur starfsfólkið hlakkar mikið til að bjóða skjólstæðinga velkomna aftur í glænýja heilsugæslustöð, á gamla góða staðnum í Spönginni,“ segir Eyrún Ösp Guðmundsdóttir, fagstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni Grafarvogi.

Öll aðstaða í nýju stöðinni hefur verið endurbætt og aðstaðan mun betri bæði fyrir skjólstæðinga og starfsfólk heilsugæslustöðvarinnar. 

Búast má við að það taki einhverja daga fyrir starfsemi stöðvarinnar að komast í réttar skorður á nýjum stað, enda að mörgu að hyggja þegar heil heilsugæslustöð er flutt í nýtt húsnæði. Skjólstæðingar eru beðnir að sýna þolinmæði fyrst um sinn á meðan starfsfólk er að koma sér fyrir í nýrri stöð.