Bilunin hefur valdið truflunum á sendingum frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana frá 28. febrúar og eru einstaklingar sem ekki hafa geta nálgast sendingar frá stöðinni beðnir velvirðingar á því.
Á meðan unnið er að viðgerð á island.is er áfram hægt að nálgast boð í skimun fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana á mínum síðum á Heilsuveru. Þar má einnig nálgast niðurstöður úr skimunum.