Iðjuþjálfi - Geðheilsuteymi fangelsa
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir iðjuþjálfa við Geðheilsuteymi fangelsa. Um er að ræða 100% ótímabundið starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 15. janúar nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Við erum að leita að iðjuþjálfa sem er tilbúinn að takast á við ábyrgðarmikið og krefjandi starf á spennandi og líflegum vettvangi. Ekki skemmir fyrir ef viðkomandi hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í geðþjónustu heilsugæslunnar. Áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu, batahugmyndafræði, skaðaminnkun og vinnu þvert á stofnanir heilbrigðis- og réttarvörslukerfis. Teymið sinnir þjónustu á landsvísu og starfar í fangelsum á Litla Hrauni, Hólmsheiði, Sogni og Kvíabryggju. Teymið fylgir einnig eftir einstaklingum á reynslulausn.
Geðheilsuteymi fangelsa leggur áherslu á einstaklingsmiðaða aðlögun og stuðning við nýja starfsmenn.
Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á iðjuþjálfun, mati á árangri og framvindu meðferðar
- Iðjuþjálfi vinnur í samvinnu við einstaklinginn með því að efla og viðhalda iðju og færni hans
- Fræðsla og ráðgjöf til einstaklinga, aðstandenda og umhverfis/stuðningsaðila
- Virk þátttaka í þverfaglegu teymi, samstarfi við sveitafélög og stofnanir
- Þátttaka í fagþróun og þátttaka í námskeiðshaldi
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfnikröfur
- Íslenskt starfsleyfi í iðjuþjálfun
- A.m.k. 5 ára reynsla af iðjuþjálfun
- Þekking og reynsla af vinnu með fólki með geðraskanir og fíknvanda kostur
- Þekking og reynsla af vinnu með fólki með fatlanir
- Reynsla af starfi innan réttarvörslukerfisins er kostur
- Reynsla af notkun matstækja er kostur
- Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi
- Frumkvæði og öguð vinnubrögð
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum og áhugi til að starfa í þverfaglegu teymi
- Góð íslenskukunnátta, skilyrði
- Góð almenn tölvukunnátta
- Hreint sakavottorð
Nánari Lýsing
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá. Jafnframt skal leggja fram leyfisbréf og staðfestar upplýsingar um menntun ásamt hreinu sakavottorði. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðssviðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. HH áskilur sér rétt til að óska eftir hreinu sakavottorði.
Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.12.2024
Nánari upplýsingar veitir
Matthías Matthíasson - matthias.matthiasson@heilsugaeslan.is - 823-0625
HH Geðheilsuteymi HH fangelsi
Álfabakki 16
109 Reykjavík