Leiðtogi félagsráðgjafa - Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, HH, auglýstir starf leiðtoga félagsráðgjafa. Um er að ræða ótímabundið 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Leiðtogi félagsráðgjafa er ráðgefandi varðandi félagsráðgjafaþjónustu HH á heilsugæslustöðvum og í geðheilsuteymum. Hann sinnir verkefnum í umboði framkvæmdastjóra lækninga HH og er í virku samstarfi við stjórnendur starfseininga. Um er að ræða spennandi starf með þátttöku í þróun og uppbyggingu félagsráðgjafaþjónustu HH. Starfið er krefjandi og reynir á frumkvæði, skipulagshæfileika og samskiptahæfni. Klínískt starf er áætlað 50% af starfi leiðtogans.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Er ráðgjafi framkvæmdastjóra lækninga varðandi félagsráðgjöf
- Styður við faglega þróun félagsráðgjafa
- Er þátttakandi í þróun samstarfs og samráðs milli fagaðila/fagstétta innan og utan stofnunar
- Styður við teymisvinnu og samþættingu við aðra heilbrigðisþjónustu innan stofnunar
- Er þátttakandi í þróun verkferla og innleiðingu nýjunga ásamt öðru fagfólki og stjórnendum
- Styður við gæða- og öryggismenningu í störfum félagsráðgjafa
- Er tengiliður framkvæmdastjóra lækninga við háskólastofnanir og aðra fræðsluaðila er sinna menntun/þjálfun félagsráðgjafa
- Skipuleggur með stjórnendum stuðning við óreynda og nýútskrifaða félagsráðgjafa m.a. handleiðslu reyndari félagsráðgajfa fyrstu 6 mánuði í starfi
Hæfnikröfur
- Starfsleyfi frá landlækni til að starfa sem félagsráðgjafi skilyrði
- Sérfræðileyfi æskilegt
- Klínísk reynsla innan heilbrigðiskerfisins skilyrði
- Reynsla og þekking stjórnun innan heilbrigðiskerfisins
- Að minnsta kosti 10 ára reynsla sem félagsráðgjafi skilyrði
- Reynsla af rannsóknum kostur
- Framsýni og metnaður í starfi
- Hæfni og reynsla af þverfaglegri teymisvinnu
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt
- Reynsla af gæðaþróun og verkefnastjórnun
- Reynsla af þátttöku í þróunarverkefnum kostur
- Góð hæfni til tjáningar í ræðu og riti
- Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði
Nánari Lýsing
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðssviðs, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.
Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Tekið er mið af jafnréttis- og mannaréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.12.2024
Nánari upplýsingar veitir
Nanna Sigríður Kristinsdóttir - nanna.kristinsdottir@heilsugaeslan.is - 513-5000
HH Lækningaforstjóri
Álfabakki 16
109 Reykjavík