Sálfræðingur - Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar að reynslumiklum sálfræðingi til starfa hjá Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna. Teymið er spennandi starfsvettvangur fyrir öfluga einstaklinga sem vilja hafa tækifæri til að taka þátt í að byggja upp starfsemi teymisins. Starfið býður upp á fjölbreytta möguleika í starfsþróun og þjálfun í þverfaglegu teymi.
Um er að ræða 80 - 100% ótímabundið starf og ráðið er í starfið frá 1.febrúar n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Til greina getur komið að ráða tímabundið áhugasaman reynsluminni sálfræðing í ábyrgðarminna starf fáist ekki sálfræðingur með reynslu í starfið.
Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna er þverfaglegt og starfar á landsvísu, teymið veitir 2. stigs þjónustu fyrir einstaklinga 18 ára og eldri. Þjónustan byggir á sérþekkingu, þar sem áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu teymisins og samstarfsaðila í 1. og 3. línu.
Meginverkefni teymis eru að sinna greiningu, endurmati ADHD greininga á barnsaldri, ráðgjöf, meðferð og fræðslu sem byggir á sérþekkingu. Teymið vinnur eftir vinnulagi embættis landlæknis þar sem fagleg gæði og gott viðmót eru höfð að leiðarljósi og einstaklingurinn er ávallt í fyrirrúmi
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greining og meðferð einstaklinga með ADHD
- Þverfagleg teymisvinna
- Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við notendur þjónustunnar og aðstandendur
- Námskeiðshald
- Samskipti við fagaðila innan HH og aðrar stofnanir og félagasamtök
- Þátttaka í þróun og uppbyggingu sálfræðiþjónustu fyrir einstaklinga með ADHD
- Önnur verkefni tengd sálfræðiþjónustu
Hæfnikröfur
- Starfsleyfi frá embætti landlæknis sem sálfræðingur
- 5 ára starfsreynsla af klínísku starfi er æskileg
- Þekking og reynsla af greiningu og meðferð einstaklinga með ADHD
- Þekking og reynsla á að mismunagreina og greina fylgiraskanir
- Þekking og reynsla af gagnreyndum greiningaraðferðum
- Hæfni og áhugi á teymis- og verkefnavinnu
- Góð samskiptahæfni og jákvætt viðhorf
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Reynsla af fræðslu- og námskeiðshaldi kostur
- Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun
- Góð íslenskukunnátta
- Góð almenn tölvukunnátta
Nánari Lýsing
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdarstjóra mannauðssviðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.
Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði. HH áskilur sér rétt á því að óska eftir hreinu sakavottorði.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Starfshlutfall er 80 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 06.01.2025
Nánari upplýsingar veitir
Sigurður Ýmir Sigurjónsson - Sigurdur.Ymir.Sigurjonsson@heilsugaeslan.is - 513-6730
Erla Dögg Halldórsdóttir - Erla.Dogg.Halldorsdottir@heilsugaeslan.is - 513-6730
HH Geðheilsuteymi ADHD fullorðnir
Vegmúla 3
108 Reykjavík