Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Fjörður

Við hjá heilsugæslunni Firði leitum að jákvæðum og metnaðarfullum sálfræðingi til að koma til liðs við okkur. Um er að ræða 100% ótímabundið starf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar nk. eða eftir nánara samkomulagi. 

Á Heilsugæslunni starfar sérhæft og metnaðarfullt starfsfólk í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði fær að njóta sín. Hjá okkur ríkir góður starfsandi og áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu.

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf á spennandi vettvang, fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á að taka þátt í framþróun í geðheilsumálum innan heilsugæslu og vill stuðla að heilbrigði líðan barna og unglinga. Lögð er áhersla á að sálfræðingar HH fái handleiðslu og símenntun í faginu. Til greina getur komið að ráða tímabundið áhugasaman reynsluminni sálfræðing í ábyrgðarminna starf fáist ekki sálfræðingur með reynslu í starfið. 

Heilsugæslunni er ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu. 

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Sálfræðiþjónusta fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri
  • Mat og greining á vanda barna og unglinga
  • Klínísk verkefni og fyrirmyndar vinnubrögð í samræmi við klínískar leiðbeiningar
  • Notkun sálfræðilegra prófa
  • Beitir gagnreyndum meðferðum og ráðgjöf
  • Þátttaka í námskeiðahaldi fyrir fagfólk, skjólstæðinga og/eða aðstandendur
  • Virk þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
  • Samstarf og samráð við aðrar stofnanir í heilbrigðis- og félagsþjónustu
  • Þátttaka í þróun geð- og sálfræðiþjónustu í heilsugæslu

Hæfnikröfur

  • Leyfi frá landlækni til að starfa sem sálfræðingur er skilyrði
  • 5 ára starfsreynsla af klínísku starfi er æskileg
  • Reynsla af greiningu og meðferð barna og unglinga
  • Þekking og reynsla af gagnreyndum sálfræðiaðferðum
  • Faglegur metnaður og áhugi á uppbyggingu sálfræðiþjónustu í heilsugæslu
  • Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun í starfi
  • Góð færni og áhugi á þverfaglegri teymisvinnu
  • Góð samskiptahæfni, lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Góð almenn tölvukunnátta

Nánari Lýsing

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.  Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdarstjóra mannauðssviðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. HH áskilur sér rétt til þess að óska eftir sakavottorði.

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.01.2025

Nánari upplýsingar veitir

Thelma Björk Árnadóttir - thelma.b.arnadottir@heilsugaeslan.is - 513 4300

Sandra Ásgeirsdóttir - sandra.asgeirsdottir@heilsugaeslan.is - 513 4300

HH Firði lækningar
Fjarðargötu 13 - 15
220 Hafnarfjörður

Sækja um starf »