Iðjuþjálfi - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins óskar eftir að ráða iðjuþjálfa í endurhæfingu í heimahúsi. Um er að ræða 100% framtíðarstarf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Endurhæfing í heimahúsi byggist á þverfaglegri endurhæfingu inni á heimili skjólstæðings eða í hans nánasta umhverfi. Markmiðið er að endurheimta og viðhalda sjálfstæði og gera skjólstæðingnum kleift að taka áfram þátt í þeim athöfnum sem skipta hann máli. Þjónustan er tímabundin og ætluð þeim sem eru með færniskerðingu og þurfa heimahjúkrun.
Endurhæfing í heimahúsi innan Heimahjúkrunar HH sinnir einstaklingum sem búa í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsumdæmi.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Helstu verkefni og ábyrgð
Iðjuþjálfi vinnur í þverfaglegu teymi við að aðstoða skjólstæðinga við að vera virkir og sjálfstæðir í daglegu lífi. Hann vinnur að því að efla og viðhalda iðju og færni þannig að skjólstæðingur geti sinnt sínum daglegu verkefnum eins og hægt er. Metur færni skjólstæðinga vð athafnir daglegs lífs og metur þörf fyrir þjónustu. Iðjuþjálfi veitir stuðning og ráðgjöf til skjólstæðinga og aðstandenda þeirra varðandi aðbúnað á heimili og úrræði þannig að skjólstæðingur geti verið öruggur í daglegu umhverfi sínu. Hann styður skjólstæðinga við að fylgja meðferðaráætlun og endurmetur þarfir þeirra í samræmi við hana. Lögð er áhersla á aðgengilega þjónustu og að skjólstæðingar séu virkir í meðferð
Hæfnikröfur
- Háskólamenntun til starfsréttinda sem iðjuþjálfi og íslenskt starfsleyfi frá Embætti landlæknis
- Starfsreynsla æskileg
- Fagleg vinnubrögð og áhugi á að vinna við endurhæfingu í heimahúsi
- Reynsla og hæfni til að vinna í þverfaglegu teymi
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Þekking og hæfni til að meta þarfir skjólstæðinga og finna viðeigandi lausnir
- Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun í starfi
- Góð íslensku kunnátta og góð almenn tölvukunnátta skilyrði
- Gilt ökuleyfi
- Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi:
- Heilsueflingarstyrkur
- Samgöngustyrkur
Nánari Lýsing
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Umsókn getur gilt í 6 mánuði
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 07.01.2025
Nánari upplýsingar veitir
Hildur Sigurjónsdóttir - hildur.sigurjonsdottir@heilsugaeslan.is - 513-6900
HH Heimahjúkrun á Suðursvæði, hjúkrun
Miðhraun 4
210 Garðabær