Deildarstjóri reikningshalds og fjárreiðna - Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins óskar eftir að ráða til sín öflugan leiðtoga sem er með skýra framtíðarsýn þar sem frumkvæði og drifkraftur fá að njóta sín. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs. Viðkomandi verður hluti af stjórnendateymi sviðsins og mun bera ábyrgð á mánaðarlegu uppgjöri ásamt því að taka þátt og hafa frumkvæði að umbótaverkefnum innan sviðsins. Deildarstjóri vinnur náið með stjórnendateymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er önnur stærsta heilbrigðisstofnun landsins þar sem starfa um 1.000 starfsmenn. 15 heilsugæslustöðvar tilheyra stofnuninni en auk þess eru átta starfsstöðvar á sviði geðheilsu og átta aðrar starfsstöðvar á sviði sérþjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Dagleg stjórnun og skipulag reikningshalds
  • Ábyrgð á afstemmingum og mánaðaruppgjöri 
  • Greining og eftirlit á stöðu rekstrareininga
  • Upplýsingagjöf um fjárhagslega þætti til stjórnenda og hagaðila
  • Umsjón með umbótaverkefnum og þróun á fjármálaferlum
  • Þátttaka í áætlanagerð og samanburður við fjárheimildir

Hæfnikröfur

  • Meistaranám á viðeigandi sviði æskilegt
  • Reynsla og þekking á reikningsskilum, afstemmingum og uppgjörsvinnu
  • Að lágmarki 5 ára reynsla úr sambærilegu starfi
  • Þekking á Orra fjárhagskerfi ríkisins og viðskiptagreindartólum er kostur
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, skipulagshæfni og jákvætt viðmót
  • Góð almenn tölvukunnátta og íslenskukunnátta

Nánari Lýsing

Með öllum umsóknum skal fylgja góð ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður ástæður þess að vera rétta manneskjan í starfið.

Leggja skal fram upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.  HH áskilur sér rétt til þess að óska eftir sakavottorði.

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Helgi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri sviðs fjármála og rekstrar 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 17.01.2025

Nánari upplýsingar veitir

Helgi Þorsteinsson - helgi.thorsteinsson@heilsugaeslan.is - 513-5000

HH Fjármál og rekstur
Álfabakki 16
109 Reykjavík

Sækja um starf »