Móttökuritari - Heilsugæslan Hvammi
Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi til að koma til liðs við okkur.
Heilsugæslan Hvammi óskar eftir að ráða móttökuritara í fjölbreytt og skemmtilegt starf. Um er að ræða 70-100 % ótímabundið starf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. mars nk eða eftir nánara samkomulagi.
Á Heilsugæslunni starfar sérhæft og metnaðarfullt starfsfólk í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði fær að njóta sín. Stöðin er staðsett rétt við Smáralindina, með gott aðgengi og stutt í helstu stofnbrautir. Góð samvinna er á milli fagstétta og öflug skemmtinefnd að störfum.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Helstu verkefni og ábyrgð
- Símsvörun, bókanir og móttaka skjólstæðinga
- Móttaka tímapantana í afgreiðslu
- Uppgjör í lok dags
- Almenn upplýsingagjöf um starfsemi stöðvarinnar
- Ýmis önnur tilfallandi störf
Hæfnikröfur
- Heilbrigðisritaramenntun og/eða nám sem nýtist í starfi
- Reynsla af móttökuritarastarfi æskileg
- Reynsla af Sögukerfi kostur
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar, rík þjónustulund og jákvætt hugarfar
- Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
- Metnaður og sjálfstæði í starfi
- Góð almenn tölvukunnátta
- Íslenskukunnátta skilyrði
- Góð almenn enskukunnátta æskileg
Nánari Lýsing
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Kristínar Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindarstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Umsókn getur gilt í 6 mánuði. HH áskilur sér rétt á að óska eftir hreinu sakavottorði.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Starfshlutfall er 70 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.01.2025
Nánari upplýsingar veitir
Sigrún Kristín Barkardóttir - Sigrun.Kristin.Barkardottir@heilsugaeslan.is - null
HH Hvammi
Hagasmára 5
201 Kópavogur