Sálfræðingur - Geðheilsuteymi fangelsa HH
Laust er til umsóknar 60-100% tímabundið starf sálfræðings við Geðheilsuteymi fangelsa HH til eins árs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. júní nk. eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Um er að ræða spennandi vettvang fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu, batahugmyndafræði og skaðaminnkun.
Veittur er góður stuðningur í teyminu og handleiðsla í boði bæði innan teymis og utan.
Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sinnir greiningu og meðferð skjólstæðinga í þverfaglegu teymi
- Tekur þátt í að skipuleggja þjónustu við skjólstæðinga í teymi og vísa í önnur úrræði
- Vinnur náið með öðru heilbrigðisstarfsfólki sem veitir almenna heilbrigðisþjónustu innan fangelsana og hefur reglulega samráð við sérfræðinga Fangelsismálastofnunar
- Sinnir þróunarstarfi og umbótastarfi geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum með öðrum í teyminu
- Vinnur við sálfræðiathuganir, mat og ráðgjöf
Hæfnikröfur
- Leyfi frá landlækni til að starfa sem sálfræðingur
- 1-2 ár starfsreynsla af klínísku starfi
- Reynsla af áhugahvetjandi samtalstækni
- Þekking á gagnreyndri sálfræðimeðferð
- Þekking á aðferðum skaðaminnkunar kostur
- Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun
- Framúrskarandi samskiptahæfni, fagmennska og jákvæðni
- Færni til að vinna í þverfaglegu teymi
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Góð íslenskukunnátta
- Góð almenn tölvukunnátta
Nánari Lýsing
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðssviðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. HH áskilur sér rétt til þess að óska eftir hreinu sakavottorði.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Starfshlutfall er 60 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 14.04.2025
Nánari upplýsingar veitir
Matthías Matthíasson - matthias.matthiasson@heilsugaeslan.is - 823-0625
HH Geðheilsuteymi HH fangelsi
Álfabakki 16
109 Reykjavík