Skipurit Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Á skipuriti Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru skjólstæðingar settir í forgrunn. Það styður við skipulag heilsugæslustöðvanna þar sem áherslan er á teymisvinnu sniðna í kringum þarfir skjólstæðinga.

Stöðvar HH (15 heilsugæslustöðvar, 6 geðheilsuteymi, Heimahjúkrun HH og Þroska- og hegðunarstöð) eru dregnar fram sem kjarni HH og í kringum kjarnann raðast stoðsvið HH sem styðja við stöðvarnar. 

Skipurit HH var samþykkt 10. desember 2020.

Í framkvæmdastjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru:

  • Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri
  • Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og staðgengill forstjóra
  • Helgi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar
  • Íris Dögg Harðardóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu
  • Nanna Sigríður Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga
  • Svava Kristín Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs