Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín.
Starfsfólk HH vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu og sér þjónustu. Þjónustan grundvallast á sérþekkingu fagstétta og víðtæku þverfaglegu samstarfi.
Til að tryggja gott starfsumhverfi hefur verið sett fram starfsmannastefna, jafnréttisstefna og jafnlaunastefna.