Almennar upplýsingar

icon

Contact us



icon

Tilvísanir



Vegna beiðna um þjónustu fyrir börn þarf tilvísanir frá fagfólki

Hefur þú ábendingar um þjónustu Geðheilsumiðstöðvar barna?

Hægt að senda inn ábendingar, athugasemdir eða hrós vegna þjónustunnar á netfangið: abendingar.gmb@heilsugaeslan.is

 

Þetta á eingöngu við um þau sem eru eða hafa verið í þjónustu á Geðheilsumiðstöð barna. Sendið fyrirspurnir vegna stöðu á biðlista á netfangið: inntaka@heilsugaeslan.is 

Þverfagleg þjónusta

Geðheilsumiðstöð barna (GMB) veitir 2. stigs geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu fyrir fjölskyldur með börn frá meðgöngu að 18 ára aldri. Miðstöðin sinnir greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna geð- og þroskavanda barna og unglinga ásamt því að styðja við tengslamyndun foreldra og barna frá 0-5 ára.

 

Þverfaglegur starfshópur vinnur eftir markvissu skipulagi með fagleg gæði að leiðarljósi. Áhersla er á gott viðmót og fjölskyldumiðaða þjónustu. GMB á reglulegt samstarf við þjónustuveitendur víðsvegar um landið og sinnir starfsþjálfun háskólanema á sviðinu. 

 

Þátttakendur greiða fyrir námskeið, að öðru leyti er þjónustan gjaldfrjáls.

Námskeið fyrir foreldra og börn

Geðheilsumiðstöð barna heldur fræðslu- og meðferðarnámskeið fyrir foreldra og börn.

 

Barn verður til - og foreldrar líka!

Tengslamiðað námskeið fyrir verðandi foreldra.
Meira um námskeiðið

 

Ertu að tengja? Uppeldi, tengsl og foreldrahlutverkið

Námskeiðið er ætlað foreldrum 1-5 ára barna.
Meira um námskeiðið

 

Svefnfræðsla fyrir foreldra grunnskólabarna.

Fræðslan er á myndbandi.
Meira um námskeiðið


Uppeldi barna með ADHD
Fyrir foreldra barna með hamlandi ADHD einkenni.
Meira um námskeiðið 

 

Klókir litlir krakkar
Fyrir foreldra 3 - 6 ára barna sem eru ofurvarkár og kvíðin.
Meira um námskeiðið 

 

Snillingarnir
Fyrir 9 - 12 ára börn sem greinst hafa með ADHD.
Meira um námskeiðið 


Vinasmiðjan
Fyrir 10 - 12 ára börn sem greinst hafa á einhverfurófi.
Meira um námskeiðið 


Meðferð fyrir unglinga með OCD

Fyrir foreldra og unglinga á aldrinum 13 - 18 ára.
Meira um námskeiðið 

Leiðbeinendanámskeið fyrir fagfólk

Reglulega er boðið er upp á námskeið fyrir fagfólk sem vill öðlast réttindi til að vera leiðbeinendur á námskeiðum sem Geðheilsumiðstöð barna hefur þróað.

 

Klókir litlir krakkar - Leiðbeinendanámskeið
Nánari upplýsingar

 

Snillingarnir - Leiðbeinendanámskeið
Nánari upplýsingar


Uppeldi barna með ADHD - Leiðbeinendanámskeið
Nánari upplýsingar

Önnur námskeið fyrir fagfólk

ADIS Námskeið fyrir fagfólk

ADIS kvíðagreiningarviðtalið fyrir börn er notað af fagfólki um allan heim. GMB stendur reglulega fyrir námskeiði um notkun viðtalsins.
Meira um námskeiðið

Greiningarteymin

Greiningarteymin (yngri barna 6-12 ára og eldri barna 13-18 ára) sinna nánari greiningu barna og unglinga að 18 ára aldri ef sterkar vísbendingar eru um athyglisbrest, ofvirkni (ADHD) eða skyldar raskanir, svo sem tilfinningavanda, hegðunarerfiðleika, samskiptavanda eða hamlandi einkenni einhverfurófs.

Viðmið er að greind sé almennt yfir viðmiðum um þroskahömlun og fötlun af þeim sökum. Ef helstu áhyggjur snúa að greindarskerðingu, málþroskaröskun eða sértækum námserfiðleikum heyrir málið undir skólaþjónustu en ekki GMB. Ekki skal vísa börnum í nánari greiningu ef þau eru þegar á biðlista hjá öðrum greiningaraðilum.

Skilyrði fyrir tilvísun í greiningu er að frumgreining hafi bent til vanda sem veldur hömlun í daglegu lífi og að mælt hafi verið með markvissri íhlutun. Ef frumgreining gefur til kynna að vandinn sé vægur eða miðlungs alvarlegur skal fyrst láta reyna á úrræði í nærumhverfi og endurmeta stöðuna eftir um 6 til 12 mánuði.

Ráðgjafar- og meðferðarteymi

Ráðgjafar- og meðferðarteymi veita ráðgjöf og meðferð til barna, unglinga og fjölskyldna þeirra sem glíma við geðheilsuvanda sem krefst aðkomu þverfaglegs teymis. Einnig veitir teymið ráðgjöf til fagaðila og annarra þjónustuaðila á landsvísu.

Mælst er til að forvinna hafi átt sér stað og reynt hafi verið á úrræði í nærumhverfi áður en vísað er í ráðgjöf og/eða meðferð á GMB.

Teymið er hugsað fyrir börn með 2.stigs geðheilsuvanda sem þurfa þverfaglega aðkomu teymis og fjölskyldur þeirra. Það er að segja börn sem þurfa meiri þjónustu en 1. stigs heilbrigðisþjónusta getur veitt og eru ekki í þörf fyrir sérhæfða 3. stigs þjónustu eða bráða þjónustu.    

Þjónustan er takmörkuð við ákveðin tíma og miðar að því að tengja einstaklinga og fjölskyldur við aðra þjónustu í nærumhverfi eða í aðra viðeigandi þjónustu ef þörf er á.

 

Fjölskylduteymi

Fjölskylduteymið veitir þjónustu til verðandi foreldra og foreldra ungra barna (0-5 ára) sem þurfa tengslaeflandi meðferð m.a. vegna eigin vanlíðunar, flókins og/eða fjölþætts vanda. Einnig ef áhyggjur eru af líðan eða þroska barns.


Fjölskylduteymið er fyrir þá sem þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu á meðgöngu og eftir fæðingu en er veitt á heilsugæslustöðvum.


Markmiðið með aðkomu teymis er:

  • Að efla örugga tengslamyndun á milli foreldra og barns.
  • Að foreldrar greini eigin líðan og reynslu frá líðan og reynslu barnsins og bregðist við á viðeigandi hátt.

Grunnhugmyndafræði teymisins byggir á tengslaeflandi nálgun. Meðferð er aðlöguð að þörfum þjónustuþega og notast er við gagnreyndar tengslaeflandi meðferðir og innan teymis er sérþekking ólíkra fagstétta.

 

Þjónustan fer að mestu leyti fram í húsnæði teymisins Bæjarlind 1-2.

Tilvísanir til GMB

Fagaðilar í heilbrigðis-, fjölskyldu-, skóla- og félagsþjónustu geta vísað börnum að uppfylltum skilyrðum um forvinnu. Beiðnir skulu berast á sérstökum eyðublöðum sem finna má hér á síðunni (sama eyðublað fyrir greiningarteymi eða ráðgjafar- og meðferðarteymi og sér eyðublað fyrir fjölskylduteymi) ásamt leyfi foreldra/barna og öðrum fylgigögnum.  
 
Ef óvissa er um þörf á aðkomu GMB má leita samráðs í tölvupósti (gedheilsumidstod.barna@heilsugaeslan.is) eða símleiðis (513-6600).

Leiðbeiningar

Þegar vísað er til Greiningarteyma þarf eftirfarandi til að tilvísun teljist fullnægjandi:

 

  • Tilvísunareyðublað sem er vel út fyllt og á rafrænan hátt (sjá Tilvísunareyðublað til Geðheilsumiðstöð barna að neðan).
  • Skriflegt leyfi foreldra fyrir tilvísun, frekari upplýsingaöflun og dreifingu gagna. Frá 16 ára aldri þarf einnig leyfi barns (sjá eyðublöð að neðan)  
  • Sálfræðiskýrsla með samantekt um:
    • Þroska- og félagsstöðu barns
    • Helstu áhyggjur og ástæðu tilvísunar
    • Núverandi stöðu barns heima, í skóla og námi
    • Hegðun, líðan og samskipti barns við fullorðna og jafnaldra
    • Líðan og aðstæður fjölskyldunnar
    • Núverandi inngrip og stuðningur
    • Fyrri inngrip og stuðningur
    • Væntingar til þjónustu GMB
  • Stuðningsáætlun, liggi hún fyrir.
  • Tölulegar niðurstöður úr nýlegu vitsmunaþroskaprófi (WPPSI-RIS, WISC-IVIS) – hrátölur, mælitölur og prófílar.
  • Tölulegar niðurstöður matslista (ADHD, SDQ og ASSQ auk CARS-ST ef beðið er um athugun einhverfueinkenna) – hrátölur, mælitölur og prófílar, sem sýna sterkar vísbendingar um hamlandi vanda barnsins yfir viðmiðunarmörkum (t.d. 1,5 staðalfráviki yfir meðaltali jafnaldra).  
  • Önnur gögn sem lýsa vanda og styðja þörf á nánari greiningu. 

Þegar ungmennum á framhaldsskólaaldri (að 18 ára aldri) er vísað til greiningarteyma þarf eftirfarandi til að tilvísun teljist fullnægjandi: 

 

  • Tilvísunareyðublað sem er vel út fyllt og á rafrænan hátt. 
  • Skriflegt leyfi ungmennis (á við um 16 ára og eldri) fyrir tilvísun, frekari upplýsingaöflun og dreifingu gagna.   
  • Sálfræðiskýrsla eða greinargerð fagaðila (t.d. skólahjúkrunarfræðings) með samantekt um: 
    •  Helstu áhyggjur og ástæðu tilvísunar
    • Þroska- og félagsstöðu ungmennis
    • Núverandi stöðu ungmennis heima, í skóla og námi
    • Hegðun, líðan og samskipti ungmennis við fullorðna og jafnaldra 
    •  Líðan og aðstæður fjölskyldunnar
    • Núverandi inngrip og stuðningur
    • Fyrri inngrip og stuðningur
    • Væntingar til þjónustu GMB
    • Stuðningsáætlun, liggi hún fyrir 
  • Tölulegar niðurstöður úr nýlegu vitsmunaþroskaprófi (WISC-IV) – hrátölur, mælitölur og prófílar. Í tilvikum þar sem vitsmunaþroskapróf hefur ekki verið lagt fyrir og ekki unnt að gera það (t.d. sökum aldurstakmarka prófa) er nóg að hafa greinargóða lýsingu á námslegri stöðu í dag og þegar ungmennið var í grunnskóla. 
  • Tölulegar niðurstöður matslista (ADHD, SDQ og ASSQ auk CARS-ST ef beðið er um athugun einhverfueinkenna) – hrátölur, mælitölur og prófílar, sem sýna sterkar vísbendingar um hamlandi vanda barnsins yfir viðmiðunarmörkum (t.d. 1,5 staðalfráviki yfir meðaltali jafnaldra).  Í tilvikum þar sem ekki er unnt að leggja fyrir CARS er óskað eftir greinargóðri þroska- og félagslegri stöðu í dag og á grunnskólaaldri.  
  • Önnur gögn sem lýsa vanda og styðja þörf á nánari greiningu (s.s. fyrri athuganir). 

Þegar vísað er til Ráðgjafar- og meðferðarteymis þarf eftirfarandi til að tilvísun teljist fullnægjandi:

 

 

  • Tilvísunareyðublað sem er vel útfyllt og á rafrænan hátt (sjá Tilvísunareyðublað til Geðheilsumiðstöð barna að neðan).
  • Skriflegt leyfi foreldra fyrir tilvísun, frekari upplýsingaöflun og dreifingu gagna. Frá 16 ára aldri þarf einnig leyfi barns (sjá eyðublöð að neðan)  
  • Samantekt um:
    • Þroska- og félagsstöðu barns
    • Helstu áhyggjur og ástæðu tilvísunar
    • Núverandi stöðu barns heima, í skóla og námi
    • Hegðun, líðan og samskipti barns við fullorðna og jafnaldra
    • Líðan og aðstæður fjölskyldunnar
    • Núverandi inngrip og stuðningur
    • Fyrri inngrip og stuðningur
    • Væntingar til þjónustu GMB
  • Stuðningsáætlun, liggi hún fyrir.
  • Önnur gögn sem lýsa vanda og styðja við umbeðna þjónustu. 

Þegar vísað er til Fjölskylduteymis þarf eftirfarandi til að tilvísun teljist fullnægjandi:

 

  • Tilvísunareyðublað sem er vel útfyllt og sendist í Sögu eða á rafrænan hátt (sjá Tilvísunareyðublað til Fjölskylduteymis Geðheilsumiðstöð barna að neðan).
  • Samþykkisyfirlýsingu vegna þjónustu við fjölskyldu ef barn er fætt (sjá eyðublað að neðan) .
  • Samantekt um:
    • Helstu áhyggjur og ástæðu tilvísunar
    • Líðan og aðstæður fjölskyldunnar
    • Líðan barns ef fætt, líkamleg og tilfinningaleg viðbrögð (svefn, næring og grátur)
    • Mat á tengslamyndun foreldra við barn í móðurkviði/fætt
    • Núverandi inngrip og stuðningur
    • Fyrri inngrip og stuðningur
    • Væntingar til þjónustu Fjölskylduteymis GMB
  • Önnur gögn sem lýsa vanda og styðja við umbeðna þjónustu.

Athugið

GMB hefur heimild til að vísa máli frá komi í ljós við inntöku að meðferð máls eigi heima í öðrum kerfum eða sé í vinnslu annarsstaðar og þjónusta GMB muni ekki koma til með að bæta við þá þjónustu. Bent er á að GMB er 2. línu geðheilbrigðisþjónusta og því mikilvægt að reynt hafi verið á úrræði og þjónustu í 1. línu áður en til meðferðar kemur hjá miðstöðinni. Ef metið er við innritun máls að ekki hafi reynt á inngrip í 1. línu er GMB heimilt að vísa máli frá.

 

Leiðbeiningar vegna tilvísana

Eyðublöð og gagnasending

Tilvísun til greiningarteymis eða ráðgjafar- og meðferðarteymis

Nánari lýsingar á eiginleikum og notkun prófa og matslista fást í flipanum Matstækjalýsingar

Fagaðilar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) geta sent tilvísanir í gegnum sjúkraskárkerfið Sögu.

 

Tilvísun til fjölskylduteymis

Heilbrigðisstarfsfólk sendir tilvísun rafrænt í gegnum Sögu.

Annað fagfólk, sem hefur ekki aðgang að Sögukerfinu, notar þetta eyðublað.

 

Örugg gagnaskil

Tilvísanir sem ekki er hægt að senda í gegnum Sögu skal senda rafrænt í gegn um Signet Transfer. Smella á tengilinn hér fyrir neðan, skrá sig inn með rafrænum skilríkjum, velja fyrirtæki Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis, svo hópinn Geðheilsumiðstöð barna - tilvísanir og draga skjal inn á viðeigandi reit. Þetta á við um allar tilvísanir sem senda á til GMB, óháð því teymi sem vísað er til.

Ferli eftir tilvísun

Ferli eftir tilvísun til Greiningarteyma 


Allar tilvísanir eru metnar af þverfaglegu inntökuteymi fljótlega eftir móttöku. Ef gögn eru metin fullnægjandi fá foreldrar, tilvísandi og heimilislæknir svar sem staðfesta að barnið sé komið á biðlista og veitir ýmsar viðeigandi upplýsingar.

 

Ef upplýsingar í tilvísun benda ekki til að þörf sé á aðkomu GMB er málinu vísað frá. Sama á við ef tilvísunargögn eru ófullnægjandi og umbeðin viðbótargögn berast ekki innan tilskilins tíma.  
   
  Eftir biðtíma, sem fer eftir stöðu á biðlista og alvöru máls, eru næstu skref þessi: 

  • Símtal við foreldra og öflun viðbótarupplýsinga, ef þörf krefur.
  • Þverfaglegt greiningarferli.
  • Skilaviðtal með foreldrum/barni um niðurstöður og æskileg úrræði.
  • Skilafundur með foreldrum, skólafólki og e.t.v. fleiri þjónustuaðilum til að ræða niðurstöður, úrræði og eftirfylgd.

 

Ferli eftir tilvísun til Ráðgjafar- og meðferðarteymis


Allar tilvísanir eru metnar af þverfaglegu inntökuteymi fljótlega eftir móttöku. Ef málið er talið sannarlega eiga heima hjá GMB fá foreldrar, tilvísandi og heimilislæknir svar sem staðfesta að barnið sé komið á biðlista og veitir ýmsar viðeigandi upplýsingar.

Ef upplýsingar í tilvísun benda ekki til að þörf sé á aðkomu GMB er málinu vísað frá.


Eftir biðtíma er haft samband við foreldra og aðra viðeigandi aðila til þess að afla upplýsinga um stöðu málsins. Samkvæmt eðli málsins og í samráði við barn/ungling og forsjáraðila er ýmist veitt ráðgjöf, meðferð eða virkjuð önnur úrræði í öðrum teymum innan GMB, öðrum kerfum og/eða nærumhverfi.

 

Ferli eftir tilvísun til Fjölskylduteymis

 

Allar tilvísanir eru teknar fyrir af inntökuteymi sem er skipað lækni, teymisstjóra og meðferðaraðila. Ef upplýsingar í tilvísun benda til þess að þörf sé fyrir aðkomu fjölskylduteymis er tilvísun samþykkt á biðlista og tilvísandi og foreldri/foreldrar fá skilaboð um að tilvísun hafi verið samþykkt á biðlista í teyminu. Á biðtíma er tilvísun skimuð og haft er samband við foreldri/foreldra þegar fer að koma að tímabókun hjá teyminu.

 

Ef upplýsingar í tilvísun benda ekki til að þörf sé á aðkomu fjölskylduteymis er málinu vísað frá og haft samband við viðeigandi aðila.

 

Mikilvægt er að tilvísun sé vel útfyllt svo hægt sé að taka afstöðu til hennar. Ófullnægjandi tilvísun verður endursend.

Greining - hvað og til hvers?

  • Greining er ferli athugana, prófana og viðtala auk upplýsingaöflunar frá öðru fagfólki.
  • Greining kortleggur styrkleika og veikleika barns í samhengi við umhverfisþætti.
  • Tilgangur greiningar er að svara hvort barn hefur frávik, hver og hve hamlandi þau eru og hvaða úrræði gætu gagnast.
  • Úrræði mælt með eftir greiningu geta verið aðgerðir sem styðja við nám, hegðun og líðan barns, einstaklings- eða hópfærniþjálfun barns og ráðgjöf, fræðsla og færniþjálfun foreldra.
  • Þverfaglegur hópur fagaðila kemur að greiningu GMB.
  • Fyrstu formlegu athuganir eftir að grunur vaknar um frávik nefnast frumgreining.
  • Nánari greining er þegar þörf er á víðtækari og sérhæfðari athugunum með tilliti til niðurstöðu frumgreiningar.

Frumgreining

Frumgreining á við um fyrstu formlegu athuganir sem gerðar eru eftir að grunur vaknar um frávik í þroska, hegðun eða líðan barns og fer oftast fram á 1. þjónustustigi eða hjá sérfræðingum á stofu. 

 

Fyrsti grunur um frávik getur komið fram í skoðunum í ung- og smábarnavernd heilsugæslu. Ef áhyggjur vakna hjá foreldrum ættu þeir fyrst að leita til heilsugæslu, en hafi kennarar áhyggjur leita þeir til skólaþjónustu síns skóla, eftir samráð við foreldra og samstarfsfólk.   

 

Tilgangur frumgreiningar er að kortleggja stöðu og meta þörf á íhlutun og nánari greiningu. Því fyrr sem frávik greinast og íhlutun hefst, því meiri líkur eru á góðum árangri. Vitneskja um hver vandi barns er eykur skilning á þörfum þess, spáir fyrir um framtíðarhorfur og leiðbeinir um hvers konar úrræði gagnist best. 

 

Í framhaldinu er ráðlagt um úrræði í samræmi við niðurstöður t.d. stuðning eða sérkennslu í skóla, meðferð eða sértæka færniþjálfun fyrir barn og/eða ráðgjöf og fræðslu fyrir foreldra.

Nánari greining

Nánari greining kemur til ef frumgreining gefur sterkar vísbendingar um eina eða fleiri raskanir sem þörf er á að kanna og skilgreina betur. Samhliða tilvísun í nánari greiningu þarf að tryggja að barn og foreldrar fái úrræði í samræmi við fyrri niðurstöður.

 

Nánari greining er ferli athugana, prófana og greiningarviðtala þar sem fleiri en einn fagaðili kemur við sögu. Hluti af greiningarferlinu er að afla upplýsinga frá foreldrum og kennurum, m.a. til að skoða breytingar yfir tíma og meta árangur íhlutunar sem þegar hefur verið reynd.

 

Nánari greining getur staðfest eða hrakið vísbendingar um röskun og/eða leitt í ljós aðrar raskanir eða víðtækari vanda. Niðurstöðurnar nýtast til að skipuleggja heppilegasta innihald og framkvæmd áframhaldandi íhlutunar. Auk sérhæfðra úrræða í skóla er oft mælt með lyfjameðferð fyrir barn og ráðgjöf, sálfræðimeðferð, fræðslu og færniþjálfun fyrir barn og/eða foreldra.    

 

Ýmsar sérhæfðar stofnanir sinna nánari greiningu þroska- og hegðunarfrávika, svo sem GMB, BUGL og GRR.

 

Matstæki sem notuð eru á GMB eða sem þarf vegna tilvísana

Kvíði, líðan - Matstæki

Hegðun, ADHD - Matstæki

Dagleg færni, skyn- og hreyfiþroski - Matstæki

Einhverfueinkenni - Matstæki

Vitsmunaþroski - Matstæki

Aðrir matskvarðar

Starfsfólk

 
magnifier
HHStaffJobtitleLocationPhoneEmail
Alexía M. JakobsdóttirPsychologistGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Anna Vala HansenPsychologistGeðheilsumiðstöð barnaÍ leyfi
Anton Emil AlbertssonGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Arna Dröfn HauksdóttirRegistered nurseGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Ágústa Dan ÁrnadóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Ágústa FriðriksdóttirPsychologistGeðheilsumiðstöð barnaÍ leyfi
Ásgerður Arna SófusdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Birna KristjánsdóttirRegistered nurseGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Bríet Lilja SigurðardóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Bryndís Gyða StefánsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Bryndís ÞorsteinsdóttirPsychologistGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Daðey AlbertsdóttirPsychologistGeðheilsumiðstöð barnaÍ leyfi
Dagmar Kristín HannesdóttirPsychologistGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Drífa GarðarsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Elín Ástrós Þórarinsdóttir PsychologistGeðheilsumiðstöð barnaÍ leyfi
Elísabet Charlotta Ásgeirsdóttir Geðheilsumiðstöð barna513-6600
Elísabet Rún ÁgústsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Fanney SigurgeirsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Fríður Guðmundsdóttir PsychologistGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Guðný Birna GuðmundsdóttirGeðheilsumiðstöð barnaÍ leyfi
Guðríður HaraldsdóttirPsychologistGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Guðrún Bryndís GuðmundsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Guðrún Edda BaldursdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Guðrún Jóhanna BenediktsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Hans Hektor HannessonGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Harpa EysteinsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Haukur Örvar PálmasonPsychologistGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Helen Marie FriggePsychologistGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Helga JónsdóttirPsychologistGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Hrafnhildur HalldórsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Hrafnhildur SnæbjörnsdóttirPsychologistGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Ingibjörg Ásgeirsdóttir Geðheilsumiðstöð barna513-6600
Jóhanna Björg JóhannsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Jóhanna JóhannesdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Katrín DavíðsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Katrín MagnúsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Klara Eiríka FinnbogadóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Kristín GunnarsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Kristín JónsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Kristín Rós SigurðardóttirPsychologist Geðheilsumiðstöð barna513-6600
Laufey Ásta GuðmundsdóttirPsychologistGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Linda KristmundsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Magna Ósk JúlíusdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Margrét ÍsleifsdóttirOccupational therapistGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Ragnheiður Lára GuðrúnardóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Ragnheiður ÚlfarsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Rósa ÞorleifsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6900
Sandra Karen KáradóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Sif RagnarsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Silja Björk EgilsdóttirPsychologistGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Soffía BæringsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Sólborg Erla IngvarsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Sólkatla ÓlafsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Stefanía Birna ArnardóttirRegistered nurseGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Steinunn GunnlaugsdóttirRegistered nurseGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Thelma Lind SmáradóttirPsychologistGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Thelma Rún van ErvenGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Unnur Margrét UnnarsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Þorgerður GuðmundsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Þóra Björg ÞorsteinsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6900
Þórhildur ÓlafsdóttirPsychologistGeðheilsumiðstöð barna513-6600
Þyri Ásta HafsteinsdóttirGeðheilsumiðstöð barna513-6600