Breytingaskeiðið: ósköpin öll - opið málþing í Hörpu, 19. janúar 2023.
Viðburðurinn er í boði Læknafélags Íslands, Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna, Kvenheilsu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Feimu, fræðslufélags um breytingaskeið kvenna og er haldinn í Silfurbergi A í Hörpu.
Aðalfyrirlesari málþingsins er Dr. Louise Newson, sem er brautryðjandi í málefni breytingaskeiðsins í Bretlandi þar sem hún rekur víða móttökur fyrir konur á breytingaskeiði. Dr. Newson á stóran þátt í þeirri vitundarvakningu sem orðið hefur um málefnið undanfarin ár, bæði í Evrópu en einnig hér á Íslandi. Auk Newson mun sænski kvensjúkdómalæknirinn Angelique Flöter Rådestad sem hefur sérþekkingu á áhrifum testosteróns á konur og Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og yfirlæknir Kvenheilsu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins flytja erindi.
Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn meðan húsrými leyfir. Vakin er athygli á að tvær af þremur fyrirlesurum flytja erindi sín á ensku.